Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Vinnumálastofnun Forsíða
Vinnumálastofnun Forsíða

Vinnumálastofnun

Jafnréttisstefna; Jafnréttisáætlun.

Tilgangur og markmið

Tilgangur og markmið jafnréttisstefnu VMST er að stuðla að jafnrétti kynjanna í samræmi við lög um
jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr. 150/2020, þar með talið að greidd séu sambærileg laun fyrir
sömu eða jafnverðmæt störf, þannig að enginn kynbundinn launamunur sé til staðar hjá stofnuninni.
Jafnréttisstefna VMST skal einnig taka mið af lög um jafna meðferð á vinnumarkaði nr. 86/2018 en
samkvæmt 7. gr. laga nr. 86/2018 um jafna meðferð á vinnumarkaði ber fyrirtækjum og stofnunum
að tryggja starfsmönnum sínum, óháð kynþætti, þjóðernisuppruna, trú, lífsskoðun, fötlun, skertri
starfsgetu, aldri, kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum og kyntjáningu jafna meðferð á vinnumarkaði.

Umfang

Stefnan nær til allra starfsmanna VMST.

Jafnréttis-og jafnlaunastefna Vinnumálastofnunar

VMST leggur áherslu á jafnrétti kynjanna og að nýta til jafns styrkleika kvenna og karla og fólks með
hlutlausa skráningu kyns þannig að hæfileikar og færni alls mannauðs stofnunarinnar njóti sín sem best
og er það skjalfest með stefnu þessari. Stefna VMST er að vera vinnustaður þar sem hver einstaklingur
er metinn að verðleikum eftir hæfni og frammistöðu. Einnig að starfsfólk hafi jöfn tækifæri til þess
að axla ábyrgð og sinna verkefnum óháð kyni, kynþætti, þjóðernisuppruna, trú, lífsskoðun, fötlun,
skertri starfsgetu, aldri, kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum eða kyntjáningu. VMST skuldbindur
sig til að vinna að jafnréttismálum, hafa frumkvæði í þeim og sýna þannig samfélagsábyrgð. VMST
fylgir lögum, reglum og samningum sem snerta jafnréttismál og gilda á hverjum tíma.

Meginmarkmið í jafnréttismálum hjá VMST eru:

  • VMST greiðir konum og körlum og fólki með hlutlausa skráningu kyns í þjóðskrá jöfn laun
    og sömu kjör fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. Sett hefur verið sérstök jafnlaunastefna og
    aðgerðaráætlun sem miðar að því að stofnunin fái og viðhaldi jafnlaunavottun skv.
    jafnlaunastaðlinum ÍST 85.

  • VMST er vinnustaður þar sem fólk óháð kynþætti, þjóðernisuppruna, trú, lífsskoðun, fötlun,
    skertri starfsgetu, aldri, kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum og kyntjáningu fái jöfn laun og
    njóti sömu kjara fyrir sömu eða jafn verðmæt störf.

  • VMST er vinnustaður þar sem laus störf standa öllum opin óháð kyni, kynþætti,
    þjóðernisuppruna, trú, lífsskoðun, fötlun, skertri starfsgetu, aldri kynhneigð, kynvitund,
    kyneinkennum eða kyntjáningu.

  • Starfsþjálfun, endurmenntun og símenntun skal vera aðgengileg öllu starfsfólki VMST.

  • VMST er fjölskylduvænn vinnustaður þar sem starfsfólk getur samræmt vinnu og einkalíf.

  • VMST er vinnustaður þar sem kynbundið ofbeldi, kynbundin eða kynferðileg áreitni eða einelti
    líðast ekki.

Leiðir að markmiði:

VMST greiðir konum, körlum og fólki með hlutlausa skráningu kyns jöfn laun og sömu kjör
fyrir sömu eða jafnverðmæt störf.

Við launaákvörðun er stuðst við grunnröðun skv. stofnanasamningi, sem byggir á starfsmati, og
persónubundnu mati á hæfni og frammistöðu og þannig er séð til að starfsmönnum sé ekki mismunað
á grundvelli kynferðis. Á þetta við um öll starfskjör og réttindi sem metin verða til fjár.

Aðgerð

Tímasetning

Ábyrgð

Yfirfara kröfulýsingu starfaflokka.

Fyrir lok ágúst ár hvert.

Mannauðsstjóri.

Gera launagreiningu a.m.k. árlega.

Fyrir lok ágúst ár hvert.

Mannauðsstjóri

Leiðrétta laun ef fram kemur mismunur í launagreiningu sem ekki verður skýrður með öðru en kynferði.

Ef um einstakling er að ræða, strax að lokinni launagreiningu. Ef um hóp er að ræða þá við gerð fjárhagsáætlunar.

Mannauðsstjóri.

VMST er vinnustaður þar sem fólk óháð kynþætti, þjóðernisuppruna, trú, lífsskoðun, fötlun, skertri starfsgetu, aldri, kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum og kyntjáningu fái jöfn laun og njóti sömu kjara fyrir sömu eða jafn verðmæt störf.

Aðgerð

Tímasetning

Ábyrgð

Yfirfara kröfulýsingu starfaflokka.

Fyrir lok ágúst ár hvert.

Mannauðsstjóri.

Gera launagreiningu a.m.k. árlega.

Fyrir lok ágúst ár hvert.

Mannauðsstjóri

Leiðrétta laun ef fram kemur mismunur í launagreiningu sem ekki verður skýrður með öðru en vegna kynþættir, þjóðernis, trúar o.fl.

Ef um einstakling er að ræða, strax að lokinni launagreiningu. Ef um hóp er að ræða þá við gerð fjárhagsáætlunar.

Mannauðsstjóri.

VMST er vinnustaður þar sem laus störf standa öllum opin óháð kyni, kynþætti, þjóðernisuppruna, trú, lífsskoðun, fötlun, skertri starfsgetu, aldri kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum eða kyntjáningu.

Starfsfólk hefur jöfn tækifæri til að þróast í starfi, óháð kyni, kynþætti, þjóðernisuppruna, trú, lífsskoðun, fötlun, skertri starfsgetu, aldri kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum eða kyntjáningu. Leitast er við að hafa kynjahlutfall sem jafnast og að störf flokkist ekki sem sérstök karla- eða kvennastörf. Jafnréttissjónarmið eru metin til jafns við önnur mikilvæg sjónarmið sem ráða við ákvarðanir um tilfærslu og framgang í starfi. Í starfsauglýsingum eru störf almennt ókyngreind og þess gætt að þær höfði til allra sem gætu haft áhuga á viðkomandi starfi.

Aðgerðir

Tímasetning

Ábyrgð

Laus störf hjá Vinnumálastofnun séu auglýst í samræmi við lög og reglur þar um.

Þegar ráðið er í laus störf.

Mannauðsstjóri.

Þegar ráðið er í störf skal unnið að því að jafna hlut kynjanna og auka almennt fjölbreytileika starfshópsins.

Þegar staðið er að ráðningum og stöðuveitingum.

Mannauðsstjóri og yfirmenn sem koma að ráðningum hverju sinni.

Starfsþjálfun, endurmenntun og símenntun skal vera aðgengileg öllu starfsfólki VMST

Starfsþjálfun, endurmenntun og símennntun skal vera aðgengileg öllu starfsfólki. Leitast skal við að skapa starfsumhverfi sem stuðlar að andlegri og líkamlegri vellíðan starfsmanna.

Aðgerð

Tímasetning

Ábyrgð

Greina skal árlega þátttöku í endurmenntun og starfsþjálfun starfsmanna í sambærilegum störfum og grípa til aðgerða ef hallar á ákveðin hóp.

Fyrir lok ágúst ár hvert.

Mannauðsstjóri.

Leita skýringa og bregðast við ef fram kemur mismunur á milli hópa.

Fyrir lok ágúst ár hvert.

Mannauðsstjóri.

Rætt við starfsmenn um starfsþróun í snerpuviðtölum.

Í byrjun september ár hvert

Næsti yfirmaður

VMST er fjölskylduvænn vinnustaður þar sem starfsfólk getur samræmt vinnu og einkalíf.

Áhersla er lögð að skapa sveigjanleika þannig að starfsfólk geti samræmt vinnu og einkalíf án þess að það komi niður á þjónustu við þá sem nýta sér þjónustu VMST. Samkvæmt fjarvinnustefnu VMST þá er meginreglan sú að starfsmenn geti unnið einn dag í viku í fjarvinnu óski þeir eftir því.

Aðgerðir

Tímasetning

Ábyrgð

Starfsmenn skulu eiga kost á sveigjanlegum vinnutíma þar sem því verður við komið. Möguleiki á sveigjanlegum vinnutíma er tekið fram í atvinnuauglýsingu.

Yfirmenn leita leiða til að koma á móts við þarfir starfsfólks um sveigjanleika án þess að það komi niður á þjónustu þjónustuþega.

Sviðsstjórar og aðrir yfirmenn.

Báðir foreldrar skulu eiga kost á að nýta sér þann rétt sem þau eiga varðandi foreldra- og fæðingarorlof og leyfi vegna veikinda barna.

Kynning á skyldum og réttindum verðandi foreldra gagnvart vinnustaðnum fyrir lok febrúar ár hvert.

Sviðstjórar og aðrir yfirmenn.

Starfsmenn eiga kost á að starfa í hlutastarfi þar sem þvi verður við komið.

Yfirmenn leita leiða til að koma á móts við þarfir starfsfólks um sveigjanleika án þess að það komi niður á þjónustu þjónustuþega.

Sviðsstjórar og aðrir yfirmenn.

VMST er vinnustaður þar sem kynbundið ofbeldi, kynbundin og kynferðisleg áreitni eða einelti líðst ekki.

Áhersla er lögð á góða líðan starfsmanna og góðan starfsanda hjá VMST. Allir starfsmenn eiga rétt á því að komið sé fram við þá af virðingu og að þeir sæti hvorki kynbundinni- né kynferðislegri áreitni, einelti eða ofbeldi af öðru tagi. Hjá VMST er til skýr stefna í málefnum er snúa að einelti, kynbundnu ofbeldi, kynbundinni og kynferðislegri áreitni þar sem starfsfólki er gerð skýr grein fyrir boðleiðum og framvindu slíkra mála. Ef sýnt þykir að einelti, kynbundið ofbeldi, kynbundin og/eða kynferðisleg áreitni hafi átt sér stað er tekið á því með formlegum hætti og getur ferlið endað með brottvísun úr starfi.

Aðgerðir

Tímasetning

Ábyrgð

Kynna eineltisstefnu Vinnumálastofnunar. Starfsmenn fá upplýsingar um helstu verkferla og eru upplýstir um hvert skal leita.

Í byrjun september ár hvert.

Mannauðsstjóri, sviðstjórar og aðrir yfirmenn

Eftirfylgni og endurskoðun

Mannauðsstjóri ber ábyrgð á skjalfestingu, innleiðing og framkvæmd stefnunnar ásamt því að sjá til þess að stefnunni og jafnréttisáætluninni sé viðhaldið, hún rýnd og endurskoðuð árlega af sviðstjórn. Þá ber hann einnig ábyrgð á að fram fari rýni á árangri jafnlaunakerfisins árlega og að brugðist sé við ef þarf. Allir stjórnendur VMST skuldbinda sig til að framfylgja stefnunni og bera sameiginlega ábyrgð á að viðhalda stöðugum umbótum á öllum þáttum jafnréttis- og jafnlaunastefnunnar.

Jafnréttisáætlun þessi gildir í þrjú ár, eða til 21.10.2027.