Fara beint í efnið
Tryggingastofnun Forsíða
Tryggingastofnun Forsíða

Tryggingastofnun

Eingreiðsla til örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega er til meðferðar á Alþingi

12. desember 2023

Í frumvarpi til fjáraukalaga fyrir árið 2023 sem nú liggur fyrir á Alþingi er tillaga um eingreiðslu til örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega sem koma á til greiðslu í desember. Upphæð greiðslunnar verður 66.381 kr. samkvæmt frumvarpinu.

TR logo

Hafi lífeyrisþegi fengið greitt hluta úr ári á yfirstandandi ári verður eingreiðslan í hlutfalli við greiðsluréttindi. 

Frumvarpið er nú til meðferðar á Alþingi og endanleg ákvörðun um greiðsluna liggur því ekki fyrir fyrr en að lokinni þriðju umræðu um fjáraukalög. Þar að auki þarf að koma til breyting á lögum um almannatryggingar vegna þessa.

Að lokinni umfjöllun og afgreiðslu Alþingis mun TR bregðast við í samræmi við ákvörðun þingsins.

Við hvetjum viðskiptavini til að fylgjast vel með á Mínum síðum TR og á vefnum tr.is.

Rétt þykir að taka fram að ekki er um að ræða hina hefðbundnu desemberuppbót sem greidd var 1. desember síðastliðinn.

Sjá frumvarp til fjárlaga bls. 42.