Skýrsla um stöðu fatlaðs fólks á Íslandi
7. desember 2023
Niðurstöður úr könnun Vörðu fyrir ÖBÍ um stöðu fatlaðs fólks voru kynntar í gær.
Markmiðið með könnun Vörðu var að varpa ljósi á fjárhagsstöðu, heilsu, stöðu á húsnæðismarkaði, félagslega einangrun, fordóma og stöðu á vinnumarkaði hjá þeim sem eru með 75% örorkumat, eru á endurhæfingarlífeyri eða á örorkustyrk. Varða var í samstarfi við TR vegna útsendingar könnunarinnar og gekk það samstarf mjög vel. Þátttaka í könnuninni var valfrjáls og var hún nafnlaus og eingöngu send til þeirra sem samþykktu þátttöku.
Í könnuninni var m.a. spurt um viðhorf til þjónustu TR, í heild eru um 33% svarenda mjög eða frekar ánægð með þjónustu TR, um 37% eru hvorki ánægð eða óánægð og rúm 27% eru frekar eða mjög óánægð með þjónustuna, tæp 3% svara ekki spurningunni. Meðal endurhæfingarlífeyrisþega eru um 40% mjög eða frekar ánægð með þjónustu TR, meðal örorkustyrksþega er hlutfallið um 38% og tæp 32% örorkulífeyrisþega eru mjög eða frekar ánægð með þjónustu TR.
Hér er frétt Vörðu um niðurstöðurnar.
Hér er hlekkur á skýrsluna.