Fara beint í efnið
Tryggingastofnun Forsíða
Tryggingastofnun Forsíða

Tryggingastofnun

Nýtt kerfi – umbætur í þína þágu

31. október 2024

Við höfum birt efni á vefnum okkar um nýtt kerfi örorku- og endurhæfingargreiðslna sem tekur gildi 1. september 2025. Þar má finna upplýsingar sem gagnast viðskiptavinum Tryggingastofnunar og öðrum sem vilja kynna sér helstu breytingar og nýjungar sem koma til framkvæmda á næsta ári.

Ylja fiðrildi

Reiknivél lífeyris frá 1. september 2025

Í reiknivél lífeyris á island.is er nú hægt að reikna út mögulegar örorkulífeyrisgreiðslur frá 1. september 2025.

Við minnum á að reiknivélin byggir á þeim forsendum sem viðkomandi gefur upp hverju sinni. Upphæðir í niðurstöðum eru aðeins leiðbeinandi og veita ekki bindandi upplýsingar um endanlega afgreiðslu mála eða upphæðir greiðslna.

Upplýsingar fyrir fagaðila

Efni um nýja kerfið sem er sniðið að þörfum fagaðila sem þjónusta viðskiptavini Tryggingastofnunar hefur sömuleiðis verið birt.

Spurt og svarað

Við höfum safnað saman ýmsum spurningum varðandi breytingarnar og sett fram svör við þeim á þjónustuvef okkar. Þar má einnig nálgast spurningar og svör sem gætu gagnast fagaðilum sérstaklega.

Þjónustuvefur TR og Þjónustuvefur TR fyrir fagaðila

Við munum halda áfram að bæta við efni á síður um nýtt kerfi örorku- og endurhæfingargreiðslna og hvetjum sérstaklega viðskiptavini okkar að fylgjast vel með þeim uppfærslum.