Nýmæli um styrk vegna sérútbúinna rafbíla
27. desember 2023
Frá og með 1. janúar nk. geta hreyfihamlaðir einstaklingar fengið styrk vegna bifreiðakaupa þegar keyptir eru sérútbúnir hreinir rafbílar allt að 8.140.000 kr. eða að hámarki 66% af kaupverði bifreiðar.
Um nýmæli er að ræða, en hér má sjá nánari upplýsingar um uppbætur og styrki vegna bifreiðakaupa fyrir hreyfihamlaðra.
Reglugerð nr. 905/2021 um uppbætur og styrki til hreyfihamlaðra einstaklinga vegna bifreiða.