Hækkun uppbóta og styrkja hreyfihamlaðra vegna bifreiðakaupa
27. desember 2023
Frá og með 1. janúar nk. hækka uppbætur og styrkir til hreyfihamlaðra einstaklinga vegna bifreiðakaupa.
Uppbót vegna bifreiðakaupa hækkar úr 360.000 kr. í 500.000 kr. en ef um fyrstu kaup er að ræða eða ef viðkomandi hefur ekki átt bifreið síðustu 10 ár fyrir umsókn hækkar uppbótin úr 720.000 kr. í 1.000.000 kr. Þessar upphæðir hafa ekki hækkað síðan í nóvember 2015.
Styrkur til að kaupa bifreið hækkar úr 1.440.000 kr. í 2.000.000 kr. Hámarksstyrkur fyrir sérútbúna bíla hækkar úr 6.000.000 kr. í 7.400.000 kr., en þessi styrkur hækkaði síðast í júní 2020.