Hægt að bóka viðtal við sérfræðing varðandi endurhæfingu
17. apríl 2024
TR hefur gert samkomulag við Noona um skráningu viðtala hjá sérfræðingum TR í gegnum Noona appið.
Hægt verður að bóka viðtal við sérfræðing varðandi endurhæfingu frá og með 23. apríl nk. Boðið verður uppá samtöl við sérfræðing á færnisviði vikulega. Þar verður hægt að fá frekari ráðgjöf ef ekki hefur fengist úrlausn erindis vegna endurhæfingarlífeyris í almennri ráðgjöf hjá TR.
Þetta er nýjung í þjónustu TR, en hægt er að koma í þjónustumiðstöð TR til að fá ráðgjöf, hringja í þjónustuverið, hafa samband við umboðsmenn um allt land og senda erindi í gegnum Mínar síður TR eða í gegnum þjónustuvef TR á Ísland.is. Með þessu erum við að efla þjónustu okkar enn frekar til að geta veitt sem mestar og bestar upplýsingar beint til viðskiptavina okkar.
Við gerum ráð fyrir að bæta við fleiri málaflokkum á næstunni í Noona-appið svo sem ellilífeyri, fjölskyldumálum og umboðsmanni viðskiptavina TR.
Hægt er að bóka í viðtöl í Noona á vefnum og í appi í snjallsíma.