Fara beint í efnið
Tryggingastofnun Forsíða
Tryggingastofnun Forsíða

Tryggingastofnun

Fræðslufundur á Ísafirði um ellilífeyri

16. október 2023

Tryggingastofnun heldur opinn fræðslufund fyrir Ísfirðinga og nágranna um undirbúning töku ellilífeyris miðvikudaginn 25. október nk. klukkan 16.30 í Nausti, sal félags eldri borgara í Hlíf/kjallara, Torfnesi. Yfirskriftin er; Allt um ellilífeyri – þetta þarf ekki að vera flókið.

Tryggingastofnun-Logo

Þar munu þau Unnur Kristín Sigurgeirsdóttir, teymisstjóri ellilífeyris hjá TR og Sigurjón Skúlason, verkefnastjóri uppgjörsmála, kynna umsóknarferlið og ellilífeyrisgreiðslur hjá TR.

Námskeiðinu er fyrst og fremst ætlað að vera góður vegvísir fyrir þau sem eru að huga að starfslokum. Því þetta þarf ekki að vera flókið.

Unnur Kristín Sigurgeirsdóttir fer fyrir teymi um ellilífeyri á þjónustusviði TR og hefur starfað hjá TR um árabil.

Sigurjón Skúlason starfar á fjármálasviði TR og hefur umsjón með árlegu uppgjöri stofnunarinnar og þekkir því vel til meðferðar tekna þegar kemur að greiðslum ellilífeyris.

Við hvetjum öll sem telja sig þurfa upplýsingar um ellilífeyriskerfið og eru að huga að starfslokum til að mæta.

Unnur Kristín teymisstjóri ellilífeyris hjá TR

Unnur Kristín teymisstjóri ellilífeyris hjá TR.

Sigurjón verkefnastjóri uppgjörs hjá TR.

Sigurjón verkefnastjóri uppgjörs hjá TR.