Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Tryggingastofnun Forsíða
Tryggingastofnun Forsíða

Tryggingastofnun

Þessi frétt er meira en árs gömul

Desemberuppbót til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna

20. desember 2023

Foreldrar langveikra eða alvarlega fatlaðra barna sem fengu foreldragreiðslur í desember hafa fengið greidda desemberuppbót.

Tryggingastofnun-Logo

Desemberuppbótin er 75.775 kr. til þeirra foreldra sem hafa fengið mánaðarlegar greiðslur allt árið 2023.  Foreldri sem hefur fengið þessar greiðslur skemur en tólf mánuði á árinu 2023 á rétt á hlutfallslegri uppbót í samræmi við þann tíma sem foreldrið hefur fengið greiðslur á árinu. Uppbótin verður þó aldrei lægri en sem nemur 18.944 kr.

Desemberuppbótin er greidd á grundvelli reglugerðar um desemberuppbætur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna árið 2023.