Fara beint í efnið
Stafrænt Ísland Forsíða
Stafrænt Ísland Forsíða

Stafrænt Ísland

Stafrænt samstarf ríkis og sveitafélaga

27. nóvember 2024

kl. 11:50 til 14:00

Harpa, Kaldalón

Gera notendur einhvern greinamun á því hvort það sé ríki eða sveitafélag sem veitir þjónustuna? Skiptir það notendur yfir höfðu einhverju máli hver veitir þjónustuna? Hver er staðan á stafrænu samstarfi ríkis og sveitafélaga í dag og hver er framtíðarsýnin?

Dagskrá:

11:50 Léttur hádegisverður (fyrir framan Kaldalón) og tengslanetið styrkt

12:15 Samstarf ríkis og sveitarfélaga í stafrænni vegferð
Í erindinu mun Birna Íris fara yfir stöðuna á samstarfi Stafræns Íslands og sveitarfélagana. Það er í mörg horn að líta og verkefnin eru stór og snúa fyrst og fremst að vefjum, Mínum síðum, pósthólfi, innskráningu og umboði og lífsviðburðum, en vegferðin er hafin og lokamarkmiðið er að öll opinber þjónusta verði aðgengileg á einum stað og líf fólks gert einfaldara. Það eru margar áskoranir fram undan, líkt og hvernig við tryggjum öruggt og fumlaust gagnaflæði, hver borgar hvað, samskipti við arfleiðukerfi o.fl.
Birna Íris Jónsdóttir, Stafrænt Ísland

12:35 Mínar síður: Þjónustur sveitarfélaga á einum stað
Hvað ef við gætum nálgast alla þjónustu og samskipti í því sveitarfélagi sem við búum, á einum stað, óháð sveitarfélaginu? Hvað ef umsýsla erinda okkar í sveitarfélaginu væri eins yfir allt landi? Hvað ef? Í þessu erindi er hugmyndin að kynna verkefni sem snýr að því að útfæra Mínar síður sveitarfélaganna á island.is til framtíðar og áskoranir sem felast í slíkri framtíðarsýn. Verkefnið er samvinnuverkefni Stafræns Íslands, Reykjavíkurborgar og Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Sigurður Fjalar Sigurðarson, Reykjavíkurborg

12:55 Sveitafélög á Ísland.is
Mikill áhugi hefur verið hjá sveitafélögum og skoða möguleika þess að gerast hluti af Ísland.is samfélaginu. Nú þegar hafa 43 stofnanir flutt vefi sína við góðan árangur og hátt í 20 í undirbúningi. Takturinn er góður hjá stofnunum og því er hafin rýni á hvernig sveitafélög geta rammast inn á Ísland.is.
Kolbrún Eir Óskarsdóttir, Stafrænt Ísland

13:15 Stutt hlé og fyllt á kaffibollann

13:20 „Upps mamma býr fyrir norðan og pabbi fyrir sunnan“
Aðgerðaáætlun stjórnvalda um þjónustu við eldra fólk ber nafnið Gott að eldast. Áhersla er á að bæta þjónustu við eldra fólks sem býr heima og þarf á þjónustu að halda. Aðgerðirnar eru 18 talsins og til að fullgera flestar aðgerðirnar þarf að huga að stafrænum þáttum. Þó aðgerðaáætluninni sé ætlað að bæta þjónustu við eldra fólk þá er henni einnig ætlað að auðvelda samstarf milli þeirra sem koma að þjónustu og þar leikur stafræni þátturinn lykil hlutverki. Fjallað verður um mikilvægi þess að upplýsingar geti ferðast milli þjónustuaðila hvort heldur sem er ríki eða sveitarfélags en ekki síður hvernig upplýsingar flæða milli sveitarfélaga, hvernig samræmdara verklag og matstæki verða innleidd með aðkomu ísland.is sem miðju upplýsinga og ráðgjafar um þjónustu við eldra fólk.
Berglind Magnúsdóttir, heilbrigðisráðuneytið

13:40 Systems thinking og aðferðafræði við samþættingu þjónustuferla
Fjóla María mun koma inn á stóru myndina við nýsköpun og endurhönnun þjónustuferla og samþættingu þjónustuferla ríkis og sveitarfélaga. Hún mun einnig segja frá því hvernig nágrannaþjóðir okkar hafa verið að nálgast þessa vinnu og velta vöngum yfir því hvernig innleiða þurfi aðgerðaáætlun um gervigreind innan hins opinbera.
Fjóla María Ágústsdóttir, Fit4digital

14:00 Fundarslit

Fundarstjóri:
Þórdís Sveinsdóttir, Samband íslenskra sveitarfélaga

Undirbúningsnefnd: Stjórn faghóps Ský um rafræna opinbera þjónustu