Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Stafrænt Ísland Forsíða
Stafrænt Ísland Forsíða

Stafrænt Ísland

Samstarfssáttmáli Stafræns Íslands

Teymi Stafræns Íslands einfaldar líf fólks með því að stafvæða opinbera þjónustu. Það gerum við með því að tengja ríkið, flytja gögn en ekki fólk og þar með hafa jákvæð umhverfisáhrif.

Við erum framúrskarandi í að leiða ólíka aðila saman til að ná fram stafrænum umbreytingum til hagsbóta fyrir samfélagið. Ef okkar nyti ekki við væri stjórnsýslan flóknari og upplýsingaóreiða væri óumflýjanleg. Stjórnsýslan myndi missa af tækifæri til samræmingar, samstarfs og einfaldleika.

Tilgangur okkar og markmið eru mikilvæg. Samræmd vinnubrögð og endurnýtanlegar lausnir okkar tryggja að notendur eru í fyrsta sæti. Við leggjum áherslu á öryggi og aðgengi fyrir alla. Þegar allt kemur til alls stöndum við fyrir traust, heiðarleika og framsýni meira en nokkuð annað. Okkar von er að aðrir líti á teymið okkar sem leiðandi afl.

  • Við erum upp á okkar besta þegar við njótum trausts til ákvarðanatöku, náum að virkja fólk til breytinga og vinnum saman að skýrum markmiðum í þágu almennings.

  • Við sleppum aldrei tækifæri til að fagna persónulegum og verkefnatengdum árangri teymis.

  • Við vitum að það að vera lausnamiðuð og drífandi gerir okkur kleift að ná markmiðum okkar.

  • Við forðumst meðvirkni, óskýr markmið, stöðnun og ákvarðanafælni.

  • Við hvetjum samstarfsaðila okkar til að leyfa sér að hugsa hluti upp á nýtt og gefum hvort öðru svigrúm til mistaka.

  • Við hvetjum til framsýni, jákvæðni og samvinnu.

Gildi Stafræns Íslands

Áreiðanleg

Við erum til staðar fyrir samstarfsaðila okkar og gerum það sem við segjumst ætla að gera.

Drífandi

Við erum drifkraftur stafrænnar umbreytingar hjá hinu opinbera og tökumst á við vandamál og verkefni af krafti og elju.

Opin

Við erum opin fyrir nýjungum, breytingum og gagnrýni samhliða því að vinna í opnum hugbúnaði.