Tilkynningar
Ávinningur fyrir stofnun
Ávinningur stofnana
Tilkynningar munu spila mikilvægt hlutverk í að bæta gagnsæi, samskipti og tengsl milli stofnana og notenda þeirra. Stofnanir geta nú látið borgarann vita af mikilvægum upplýsingum hvar sem hann er staddur.
Stofnanir geta nýtt þessa þjónustu til að t.d. láta vita af tímafresti þar sem notandi þarf að bregðast við t.d. með að skila inn gögnum, skoða upplýsingar, skrá gögn eða sækja þjónustu.
Hvað þarf stofnun að gera?
Allar stofnanir sem nú þegar hafa innleitt Stafrænt Pósthólf eru í góðum málum því Tilkynningar eru hluti af þeirri þjónustu. Aðrar stofnanir þurfa að klára sína innleiðingu pósthólfsins til að geta byrjað að nýta þessa þjónustu.
Stofnun setur sig síðan í samband við Stafrænt Ísland til að setja upp sniðmát fyrir tilkyninninguna sem geymt er í vefumsjónarkerfi. Þetta verklag tryggir að allir fái sömu upplifun óháð því hvaða tæki hann velur til að skoða tilkynninguna sína og einfalt er fyrir stofnun að breyta og bæta þegar við á.