Fara beint í efnið
Stafrænt Ísland Forsíða
Stafrænt Ísland Forsíða

Stafrænt Ísland

Tengjum ríkið heppnaðist vel í ár

28. september 2023

Tengjum ríkið ráðstefna Stafræns Íslands var haldin í fjórða sinn síðastliðinn föstudag í Hörpu. Ráðstefnan í ár er haldin í samstarfi við fund Norrænu ráðherranefndarinnar þar sem Ísland fer með formennsku.

tengjumrikid2023-panell

Tengjum ríkið er árleg ráðstefna Stafræns Íslands þar sem stafræn framtíð hins opinbera er umfjöllunarefnið.

Yfirskrift ráðstefnunnar í ár er Stafrænt samfélag og skiptist í undirflokkana Stafræn forysta, Stafrænt Ísland og Stafrænt öryggi. Ráðstefnan í ár var haldin í samstarfi við fund Norrænu ráðherranefndarinnar þar sem Ísland fer með formennsku.

Stafræn forysta - Silfurberg

Ráðherrar Norðurlandanna og Eystrarsaltsríkjanna komu saman og ræddu stafrænt samstarf og forystu svæðisins. Sérstakur gestur var Clare Martorana en hún stýrir upplýsingatæknimálum Bandaríkjaforseta.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra opnaði ráðstefnuna en meðal þeirra sem töluðu voru Karen Ellemann framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar, Andri Heiðar Kristinsson, framkvæmdastjóri Stafræns Íslands og Clare Martorana, Federal CIO Bandaríkjaforseta. Þá stýrði Anne Marie Engtoft Larsen, sendiherra tækimála frá Danmörku, pallborðsumræðum ráðherra Norðurlandaráðs.

Þá stigu stefnumótandi sérfræðingar frá Norðurlöndunum og Eystrasaltsríkjunum á svið og deildu reynslusögum landa sinna.

Stafrænt Ísland - Kaldalón

Kjarnaþjónustur Stafræns Íslands og þróun þeirra voru megin þema í Kaldalóni. Þar var farið yfir hvað er í boði fyrir stofnanir, praktísk atriði um innleiðingu og virkni.

Stafrænt öryggi - Ríma

Netöryggi var umfjöllunarefni í Rímu en Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið stóð fyrir lokuðum umræðum um netöryggismál í samstarfi við Stafrænt Ísland þar sem unnið var með aðgerðaráætlun netöryggismála.

Stafræn skref

Stafrænt Ísland veitti nú öðru sinni samstarfsstofnunum viðurkenningu fyrir þau Stafrænu skref sem þær hafa tekið.

Þær stofnanir sem hlutu hvatningaverðlaunin að þessu sinni voru sýslumenn sem hafa tekið 9 Stafræn skref, Sjúkratryggingar sem hafa tekið 8 Stafræn skref, Samgöngustofa sem hefur tekið 6 Stafræn skref og Fjársýslan sem hefur sömuleiðis tekið 6 Stafræn skref.

Þá voru þrjár stofnanunum sérstaklega nefndar en þær hafa unnið þétt með Stafrænu Íslandi síðastliðið ár og allar tekið 5 Stafræn skref en það eru Fiskistofam, Húsnæðis- og mannvirkjastofnu og, Vinnueftirlitið.

Stafrænu skrefinu eru hvataverðlaun fyrir opinbera aðila og er ætlað að ýta undir nýtingu fjárfestingar og markmið ráðuneytisins með því að veita þeim opinberu aðilum viðurkenningu sem nýta opin og sameiginleg tól sem þróuð hafa verið af Stafrænu Íslandi.

Hvataverðlaunin Stafræn skref voru veitt í fyrsta skipti árið 2022 en skrefin eru níu talsins.

Lesa meira um Stafræn skref á Ísland.is