Fara beint í efnið
Stafrænt Ísland Forsíða
Stafrænt Ísland Forsíða

Stafrænt Ísland

Uppfærð öryggisflokkun gagna ríkisins

19. maí 2023

Birt hefur verið útgáfa 1.2 af öryggisflokkun gagna ríkisins. Fyrsta útgáfa var birt í október 2022.

datasecurity

Birt hefur verið útgáfa 1.2 af öryggisflokkun gagna ríkisins. Fyrsta útgáfa var birt í október 2022. Frá fyrstu útgáfu hefur flokkunin verið rýnd og betrumbætt. Helstu breytingar eru eftirfarandi:

  • Gagnaflokkun var rýnd og endurskoðuð í samráði við hagaðila, þ.m.t. rekstraraðila upplýsingakerfa og aðila sem hafa með þjóðaröryggi að gera.

  • Samantekt á ensku bætt við.

  • Skilgreining á afmörkuðum gögnum (efsti flokkur) var endurbætt og gerð skýrari meðal annars í samhengi við reglugerð um vernd trúnaðarupplýsinga (nr. 959/2012). Afleiðingar milli sérvarðra og afmarkaðra gagna voru einnig rýndar og aðgreining aukin.

  • Viðmið um öryggisúrræði voru endurskoðuð, sérstaklega vegna flokkanna sérvarin og afmörkuð, til að gera tæknilegar útfærslur þeirra skýrari.

  • Orðalag innan skjalsins var yfirfarið til að gera það aðgengilegra í lestri og minnka líkur á ósamræmi og einfalda notkun þess.

Öryggisflokkun gagna nýtist ríkisaðilum við að tryggja öryggi upplýsinga einstaklinga og fyrirtækja sem ríkinu ber að halda utan um. Flokkunin hefur bein áhrif á hvernig notkun skýjaþjónusta er háttað og þar með hvar er til dæmis leyfilegt að vista gögn ríkisaðila.

Öryggisflokkun gagna íslenska ríkisins maí 2023.

Eldri frétt um öryggisflokkun gagna

Nánari upplýsingar veitir Skrifstofa stjórnunar og umbóta hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu.