Umsóknarferli stafrænna ökuskírteina er nú einfaldara
11. febrúar 2021
Umsóknarferlið hefur nú verið gert einfaldara og notendavænna. Yfir 96.000 manns hafa sótt stafræna ökuskírteinið í símann.
Umsóknarferli stafrænna ökuskírteina hefur nú verið gert einfaldara. Áður fyrr var skjal birt umsækjanda í pósthólfi þeirra á Ísland.is en nú er kóðinn og tengillinn á skírteinið birt í lokaskrefi umsóknaferlisins.
Þetta er gert til að gera upplifun umsækjanda auðveldari og vonandi hvetur fólk til þess að sækja sér stafrænt ökuskírteini í símann. Yfir 96.000 ökuskírteini hafa verið sótt stafrænt.
Umsóknarferlið er nú;
1. Innskráning með rafrænum skilríkjum
2. Heimilar notkun upplýsinga úr ökuskírteinaskrá
3. Sækir skírteinið
4. Sendir umsókn