Fara beint í efnið
Stafrænt Ísland Forsíða
Stafrænt Ísland Forsíða

Stafrænt Ísland

Umsókn um meistarabréf nú stafræn

3. mars 2021

Iðnaðarmenn sem öðlast meistararéttindi geta nú sótt um meistarabréf sín rafrænt eftir að opnað var  fyrir stafrænar umsóknir um meistarabréf í löggiltum iðngreinum á vefnum Ísland.is

Meistarabref_idngreina

Umsóknin er aðgengileg gegn innskráningu með rafrænum skilríkjum.

Sýslumenn hafa undanfarin misseri verið að bæta framboð stafrænnar þjónustu og í dag stendur almenningi m.a. til boða sjálfsafgreiðsla sakavottorða, viðtöl í gegnum fjarfundabúnað og rúmlega 50 stafræn form fyrir ýmsar umsóknir. Að auki hefur fyrsta áfanga rafrænna þinglýsinga verið hleypt af stokkunum með rafrænum aflýsingum.

„Þessi nýja þjónusta er eitt af þeim fjölmörgu skrefum sem sýslumenn hafa tekið til að bæta þjónustu, gera afgreiðslu skilvirkari og spara viðskiptavinum okkar sporin,“ segir Kristín Þórðardóttir formaður Sýslumannaráðs.

Aukið framboð rafrænna og stafrænna lausna er tilkomið vegna samvinnu sýslumannsembættanna við dómsmálaráðuneytið, Stafrænt Ísland, Þjóðskrá Íslands og ýmis hugbúnaðarfyrirtæki.

Þá eru viðskiptavinir embættanna eindregið hvattir til að kynna sér framboð annarra rafrænna lausna á vef sýslumanna, www.syslumenn.is sem og Ísland.is.

Slóð á umsóknina má finna á island.is/meistarabref-idngrein