Umsókn um fullnaðarskírteini orðin stafræn
20. júlí 2021
Umsókn um fullnaðarskírteini ökuskírteina á Ísland.is er liður í því að stafvæða umsóknir ökuskírteina.
Nú hefur mikilvægt skref verið tekið í að stafræntvæða ökunámsferlið þar sem nú er hægt að sækja um fullnaðarskírteini ökuskírteina á Ísland.is og ökukennarar geta gengið frá akstursmati með stafrænum hætti.
Í ferlinu eru sóttar upplýsingar úr Ökuskírteinaskrá Ríkislögreglustjóra og Þjóðskrá til þess að allt verði aðgengilegt á einum stað og eru upplýsingar sem slegnar inn af umsækjanda sendar sjálfvirkt inn í Ökuskírteinaskrá. Með reynslu á þessu ferli má flýta fyrir innleiðingu á fleiri umsóknarferlum tengdum ökuskírteinum, m.a. Bráðabirgðaökuskírteinaumsókn.
Verkefnið er það fyrsta sem nýtir sér nýja greiðslulausn Ísland.is sem jók umfang og fjölda hagsmunaaðila. Verkefnið krafðist samvinnu við Samgöngustofu, Ríkislögreglustjóra, Sýslumenn og fleiri tengdum nýrri greiðslulausn t.d. Greiðsluveitunni, Fjársýslunni og vinnsluaðilum frá Advania, sem var bæði áskorun og hvatning.
Umsóknin er sjálfvirk og umsækjandi þarf því ekki að fara til Sýslumanns nema til að skila læknisvottorði (stefnt að sjálfvirknivæðingu einnig).
Tímasparnaður fyrir umsækjendur og almennur pappírssparnaður þar sem umsóknareyðublaðið er nú á stafrænu formi.
Skýrt ferli þar sem samræming er í miðlun upplýsinga.
Hér er hlekkur á staðfestingu akstursmats
Hér er hlekkur á umsókn um ökuskírteini
Þróunarteymi Júní vann að verkefninu í samstarfi við Stafrænt Ísland, Sýslumenn, Ríkislögreglustjóra og Samgöngustofu.