Tengjum ríkið - ráðstefan 22.september forskráning
5. júlí 2022
Tengjum ríkið er ráðstefna um stafræna framtíð hins opinbera og fer fram í Hörpu þann 22. september 2022 frá kl. 12.30-17.
Tengjum ríkið er ráðstefna um stafræna framtíð hins opinbera og fer fram í Hörpu þann 22. september 2022 frá 13-17.
Dagskráin er þéttsetin glæsilegum erindum bæði frá stofnunum sem gegna lykilhlutverki í þjónustu við almenning sem og samstarfsaðilum Stafræns Ísland. Ítarlega dagskrá verður kynnt í ágúst en hún verður með sambærilegu sniði og síðustu ár. Aðaldagskrá verður öllum opin en eftir hlé skiptist hún í tvær áherslur. Annars vegar verður áhersla á stafræna þjónustu stofnana og hins vegar kafað á dýptina þegar kemur að þróun.
Þátttakendum býðst að skrá sig ýmist í sal eða streymi.
Allir skráðir þátttakendur munu fá sendan hlekk á streymið að morgni ráðstefnudags.