Fara beint í efnið
Stafrænt Ísland Forsíða
Stafrænt Ísland Forsíða

Stafrænt Ísland

Tengjum ríkið 2024 - Dagskrá

5. september 2024

Yfirskrift ráðstefnunnar í ár er breytingastjórnun með sérstaka áherslu á innleiðingu stafrænnar þjónustu og ferla. Dave Rogers, Liz Whitfield og Sara Bowley eru lykilfyrirlesarar ráðstefnunnar í ár.

Tengjum ríkið 2024

Tengjum ríkið er árleg ráðstefna Stafræns Íslands þar sem stafræn framtíð hins opinbera er umfjöllunarefnið. Yfirskrift ráðstefnunnar í ár er breytingastjórnun með sérstaka áherslu á innleiðingu stafrænnar þjónustu og ferla.

Ráðstefnan verður að þessu sinni haldin þann 26. september frá 13-17 á Hilton Nordica sem og í streymi.

Dave Rogers, Liz Whitfield og Sara Bowley eru lykilfyrirlesarar ráðstefnunnar í ár en þau hafa öll tekið þátt í og náð frábærum árangri í ólíkum og stórum stafrænum umbreytingaverkefnum í bresku stjórnsýslunni. Nánari upplýsingar um Dave, Liz og Sara má finna hér neðar.

Þá verða erindi frá Samgöngustofu, Sjúkratryggingum, Vinnueftirlitinu, Tryggingastofnun sem og um verkefnið Fyrir Grindavík. Dagskrá ráðstefnunnar lýkur með Stafrænum skrefum stofnana þar sem veittar verða viðurkenningar til þeirra stofnana sem hafa tekið stafræn stökk á árinu í samstarfi við Stafrænt Ísland. Ráðstefnan fer fram á Hilton Nordica.

Miðaverð í ár verður 7.900 kr. fyrir ráðstefnuna og 2.900 kr. í streymi.
Miðasala hefst í næstu viku.

Forskráning á ráðstefnuna er á vef Stafræns Íslands.

Að morgni ráðstefnudags verða 4 vinnustofur sem snúa að þjónustu, tækniumhverfi og þróun, Ísland.is og ávinningi stafrænna verkefna. Þátttakendur á vinnustofunum eru forstöðumenn, þjónustustjórar, vefstjórar, tæknistjórar hjá stofnunum sem og fulltrúar fyrirtækja og einstaklinga. Markmið með vinnustofunum er markvisst framlag í þá stafrænu þróun sem er framundan næstu misserin. Vinnustofurnar eru lokaðar en hægt er að óska eftir aðkomu og upplýsingum um vinnustofurnar með því að senda póst á island@island.is með fyrirsögninni Tengjum ríkið vinnustofur.

Lykil fyrirlesarar Tengjum ríkið 2024