Fara beint í efnið
Stafrænt Ísland Forsíða
Stafrænt Ísland Forsíða

Stafrænt Ísland

Svæði Sýslumanna á Ísland.is

14. maí 2021

Sýslumenn eru fyrsta stofnunin sem færðist í heild sinni yfir á Ísland.is. Vefsvæðinu syslumenn.is var lokað í maí 2021 og þá hafði allt efni vefsins verið flutt á nýja lendingarsíðu fyrir sýslumenn á Ísland.is.

Lendingarsíða Sýslumanna á Ísland.is

Sýslumenn eru fyrsta stofnunin sem færðist í heild sinni yfir á Ísland.is. Vefsvæðinu syslumenn.is var lokað í maí 2021 og þá hafði allt efni vefsins verið flutt á nýja lendingarsíðu fyrir sýslumenn á Ísland.is.

Notendur sem slá inn syslumenn.is finna nú nýja lendingarsíðu Sýslumanna á Ísland.is

Hlutverk síðunnar er að veita notendum helstu upplýsingar um stofnunina ásamt því að vera farvegur inn á greinar um þjónustuna sem hún veitir. Þar kemur meðal annars fram:

  • Stutt lýsing á hlutverki Sýslumanna

  • Allar greinar sem tilheyra Sýslumönnum í röð eftir því hversu mikið þær eru heimsóttar ásamt öflugri leitarvirkni

  • Fréttir og tilkynningar 

  • Upplýsingar um opnunartímar, símanúmer, heimilisfang, helstu netföng og annað slíkt

  • Útgefið efni, fagráð, persónuverndarstefna og annað

Lendingarsíður stofnana eru stór þáttur í færslu þeirra yfir á Ísland.is og sú grind sem var gerð fyrir Sýslumenn mun nýtast sem grunnur fyrir aðrar stofnanir í framtíðinni.

Hugbúnaðarfyrirtækið Stefna vann verkefnið í samstarfi við Sýslumenn og Stafrænt Ísland.