Stafrænum skírteinum fjölgar
21. október 2022
Stafræna ökuskírteinið var kynnt til sögunnar með pompi og prakt vorið 2020. Nú hefur skírteinum fjölgað og fleiri í vinnslu.
Fyrir rúmum tveimur árum var gefið út fyrsta stafræna skírteinið hér á landi en Stafræna ökuskírteini ruddi leiðina fyrir fjölda réttindaskírteina. Í dag er rúmlega helmingur þeirra sem eru með ökuréttindi búnir að ná sér í stafræna útgáfu í símana sína.
Nú hafa bæst við stafræn skírteini fyrir vinnuvélaréttindi, ADR réttindi og skotvopnaleyfi. Þeir einstaklingar sem eru með þau réttindi geta skoðað þau í Ísland.is appinu og á Mínum síðum Ísland.is. Sé vilji fyrir því að hafa réttindin í símaveskinu þá er hægt að sækja þau í gegnum Mínar síður Ísland.is og Ísland.is appið. Fleiri skírteini eru í vinnslu en nú unnið að því að gera örorkuskírteini stafræn sem og birtingu upplýsinga um númer og gildistíma vegabréfa.
Heildarfjöldi þeirra sem eru þegar komin með stafræn vinnuvélaréttindi er 8676 og 462 eru komin með stafræn ADR skírteini.
Þessu til viðbótar er búið að þróa skanna sem er að finna í Ísland.is appinu sem gefur notendum færi á að sannreyna hvort skírteini sé gilt eða ekki. Í meðfylgjandi myndbandi má sjá leiðbeiningar um hvernig það er gert.
Upplýsingar um réttindaskirteini berast Ísland.is appinu og Mínum síðum Ísland.is með vefþjónstum sem eru beintengdar við starfskerfum þeirra stofnana sem veita þjónustuna.