Stafræna spjallið við Hvíta húsið í Bandaríkjunum
2. nóvember 2023
Í þessum þætti ætlum við að ræða við sérfræðinga frá Hvíta húsinu í Bandaríkjunum en þau leiða stafvæðingu hins opinbera þar í landi. Stafræna spjallið breytist því í Digital Chat að þessu sinni og fer fram á ensku.
Í stafræna spjallinu ræðum við stafræna umbreytingu á mannamáli og förum yfir praktísk atriði sem gegnast fólki í lífi og starfi.
Markmiðið er að auka skilning og opna augu okkar fyrir þeim tækifærum sem eru innan seilingar ef við vitum hvar á að leita.
Í þessum þætti ætlum við að ræða við sérfræðinga frá Hvíta húsinu í Bandaríkjunum en þau leiða stafvæðingu hins opinbera þar í landi. Stafræna spjallið breytist því í Digital Chat að þessu sinni og fer fram á ensku.
Umræðuefnið að þessu sinni snýr að stafrænni vegferð Bandaríkjanna, hvar þau eru stödd á sinni stafrænu vegferð, vandamál og lausnir.
Gestir þáttarins eru þau:
Clare Martorana Federal Chief Information Officer, Cassie Witners Policy Analyst og Andrew Lewandowski Digital Experience Advisor ot the Federal Chief Information Officer. Öll þau starfa öll á skrifstofu er kallast OMB (Office of Management and Budget), Executive Office of the President of the United States.
Þáttastjórnandi Vigdís Jóhannsdóttir, markaðsstjóri Stafræns Íslands.
Stafrænt Ísland hefur það hlutverk að bæta stafræna þjónustu hins opinbera í samstarfi við stofnanir.