Fara beint í efnið
Stafrænt Ísland Forsíða
Stafrænt Ísland Forsíða

Stafrænt Ísland

Samgöngur innanlands

31. október 2022

Helstu samgönguleiðir innanlands hafa verið teknar saman undir lífsviðburðinum Samgöngur.

samgongur lifsvidburdur

Lífsviðburðir Ísland.is hafa reynst notendum vel í að leita uppi þá opinberu þjónustu sem þeir þarfnast. Nýjasta viðbótin er Samgöngur en lífviðburðurinn tekur saman þá ferðamáta sem er að finna á Íslandi; á tveimur hjólum, fjórum hjólum, með flugi og á sjó.

Á hverjum degi er fólk á faraldsfæti, sum ferðast stuttar vegalengdir, til dæmis milli heimilis og vinnustaðar, á meðan önnur ferðast hringinn í kringum landið eða jafnvel til annarra landa. Ferðamátarnir eru margvíslegir og umferðin töluvert meiri en þegar þarfasti þjónninn var fljótlegasta leiðin milli bæja.

Það er flestum Íslendingum kannski kunnugt með hvaða leiðum hægt er að komast á milli staða hér á landi. Fjölbreytt þjónusta í boði þegar kemur að samgöngum og ýmislegt sem er mikilvægt að hafa í huga eins og veður og færð.

Samgöngur á Íslandi