Rafrænar aflýsingar fara fram úr væntingum
3. júní 2021
Síðan í febrúar hefur magn rafrænna aflýstra skjala tvöfaldast á milli mánaða og fór maí mánuður fram úr væntingum en um 2400 skjölum var aflýst rafrænt.
Fyrsta rafræna aflýsingin var í febrúar síðastliðinn en aflýsing á sér stað t.d. í hvert sinn sem einstaklingur eða lögaðili greiðir upp lán sem hvílir sem veð á eign t.a.m. fasteign eða bíl og nefnist veðskuldabréf. Síðan í febrúar hefur magn rafrænna aflýstra skjala tvöfaldast á milli mánaða og fór maí mánuður fram úr væntingum en um 2400 skjölum var aflýst rafrænt. Aflýsingar hjá sýslumönnum eru um 40% þeirra skjala sem eru skráð í þinglýsingakerfi sýslumanna á hverju ári og því mikið hagræði skapast við stafvæðingu þeirra. Hagræði á við tímasparnað, styttri biðtíma eftir skjölum og spöruð handtök til að nefna einhver dæmi.
Almenningur ætti að hljóta hraðari þjónustu og að ferðum þeirra á milli stofnana fækka í kjölfar rafrænna aflýsinga og loks rafrænna þinglýsinga. Rafrænar þinglýsingar verða komnar í gagnið síðar á þessu ári.