Fara beint í efnið
Stafrænt Ísland Forsíða
Stafrænt Ísland Forsíða

Stafrænt Ísland

Nóvember – fréttabréf

6. nóvember 2020

Verkefnastofa um stafrænt Ísland sendir reglulega frá sér fréttabréf þar sem áhugasamir geta fylgst með stöðu mála í stafrænni vegferð hins opinbera.

Topp mynd

Stafrænt Ísland einfaldar líf fólks

Fjölmörg verkefni eru í pípunum hjá Stafrænu Íslandi. Þau fyrirferðarmestu eru tenging stofnana við Strauminn (X-Road), nýtt umsóknarkerfi sem stofnanir munu geta nýtt sér, nýjar mínar síður, nýtt innskráningarkerfi sem og fjöldinn allur af sjálfsafgreiðsluverkefnum fyrir stofnanir. Sjálfsafgreiðsluverkefnin sem bætast jafnt og þétt inn á Ísland.is eru mjög fjölbreytt. Tvö ný dæmi eru umsókn um styrk úr Samstarfssjóði við atvinnulíf um
heimsmarkmið SÞ
og tilkynning um rafrænt gagnasafn.

Það er skemmst fá því að segja að komið er víða við en á dögunum stóð Stafrænt Ísland fyrir námskeiði um rafrænar undirritanir, sömuleiðis var haldin kynning á nýrri þjónust sem felur í sér skönnun vefsíðna.

Lykilspurning í verkefnavali er hvort það muni einfalda líf fólks bæði innan stofnana sem og utan en það kjarnar tilganginn í bæta stafræna þjónustu hins opinbera.


Innleiðing Straumsins (X-Road)

Liður í því að hjálpa hinu opinbera að tengjast Straumnum er að halda námskeiðaröð sem á að taka á flestum hliðum hans. Með tilliti til ástandsins í þjóðfélaginu verða þessi námskeið haldin sem Microsoft Teams fundir.

Námskeiðin verða 3, haldin í Microsoft Teams, klukkustundarlöng og þátttakendum að kostnaðarlausu

Námskeiðin eru haldin af starfsmanni Origo, Birni Þór Jónssyni.
Þau taka á:

  1. umsýslu/notkun og stjórnun á vefþjónustum í Straumnum – 17. nóvember kl. 14

  2. þróun á vefþjónustum fyrir Strauminn – 18. nóvember kl. 14

  3. uppsetningu og rekstri á öryggisþjónum og umhverfi Straumsins hjá stofnun – 19. nóvember kl. 14

Nánari upplýsingar um Strauminn má finna á Ísland.is.

Nánari upplýsingar og fyrirspurnir sendist á stafraentisland@fjr.is.


Skönnun opinberra vefja – ný þjónusta

Stafrænt Ísland hefur bætt við þeirri þjónustu að styðja við vefsíður opinberra aðila með árlegu mati. Vefsíður eru skannaðar og úr verður skýrsla sem ábyrgðaraðilar geta nýtt til að bæta gæði og þjónustu sinnar vefsíðu. Fyrsta skönnun verður nú í byrjun desember og svo árlega í framhaldinu.


Ísland.is – kynningarmyndband

Í meðfylgjandi kynningarmyndbandi er tekinn saman tilgangur og framtíðarsýn Ísland.is, en vefurinn verður í sífelldri þróun næstu árin.


Tengjum ríkið – ráðstefna

Allir fyrirlestrar ráðstefnunnar „Tengjum ríkið“ sem haldin var haustið 2020 eru enn aðgengilegir. Horfa á ráðstefnuna.


Meðal annarra verkefna Stafræns Íslands þessa dagana:

  • App fyrir Ísland.is

  • Uppfærsla á pósthólfi Ísland.is

  • Skilavottorð ökutækja

  • Umsókn um fæðingarorlof

  • Umsókn um ríkisborgararétt

  • Rafrænar þinglýsingar

  • Réttarvörslugátt

  • Tómstundastyrkur barna

  • Umsókn um gjafsókn

  • Stafrænt búsforræðisvottorð

  • Stafrænt vinnuvélaskírteini


Skráningu á póstlista er að finna á síðu Stafræns Íslands.