Mínar síður í BETA
8. júlí 2021
Mínar síður er staðurinn þar sem opinberar stofnanir koma persónulegum gögnum til fólks og fyrirtækja á öruggan hátt. Mínar síður eru því með öðrum orðum "góði staðurinn" þar sem notendur geta nálgast sín gögn á einum stað.
Ný útgáfa af Mínum síðum er komin út í BETA sem er síðasta stig prófana áður og þá með raungögnum fyrir almenning. Á þessu stigi finna landsmenn lítinn mun þó hlutir eins og starfsleyfi er aðeins að finna á nýrri útgáfu. Næstu misseri mun nýja útgáfan leysa þá gömlu af en þar munu allar nýjungar eiga sér stað. Lykilþáttur í hönnun og þróun hefur verið að bæta notendaupplifun og einfalda aðgengi fólks að mikilvægum gögnum. Þá er sérstaklega horft til þæginlegrar notkunar í farsímum.
En hvað eru Mínar síður?
Mínar síður er framlenging af þjónustuvefnum Ísland.is þar sem notendur geta séð persónuupplýsingar sínar frá hinu opinbera á einum stað en það á jafnt við um landsmenn sem og fyrirtæki landsins.
Það má lýsa mínum síðum sem svæði þar sem stofnun getur tengt sínar vefþjónustur og þannig komið gögnum til notanda á öruggan og skilvirkan hátt.
Mínar síður tengjast á öruggan hátt gögnum frá fjölda stofnana og notandinn þarf bara að skrá sig inn einu sinni. Þar finna notendur stafræna pósthólfið sitt, stöðu umsókna, starfsleyfi og menntun svo eitthvað sé nefnt. Notendurmunu sjá mikið magn gagna og persónulegra upplýsinga frá stofnunum bætast við þeirra svæði á næstu mánuðum.
Mínar síður er lausn og fyrsta skrefið í því að hafa þjónustu og gögn aðgengileg á einum stað.