Fara beint í efnið
Stafrænt Ísland Forsíða
Stafrænt Ísland Forsíða

Stafrænt Ísland

Lokað hefur verið fyrir nýskráningar í eldri innskráningarþjónustu Ísland.is

2. maí 2023

Unnið er að lokun eldri innskráningarþjónustu og lokun nýskráninga hluti af því ferli.

island-is-linuteikningar-VB-07-L3-05

Stafrænt Ísland hefur undanfarið unnið að uppsetningu innskráningar fyrir alla sem gerir stofnunum hins opinbera og sveitarfélögum kleift að auðkenna notendur sína með rafrænum skilríkjum með símanúmeri, korti eða í appi. Innskráning fyrir alla kemur til með að leysa eldri innskráningarþjónustu Ísland.is af hólmi, en nýja þjónustan er bæði öruggari og skalanlegri ásamt því að byggja á nýrri tækni en sú eldri. Þar að auki býður hún upp á umboðsvirkni fyrir fyrirtæki, forsjárforeldra og persónulega talsmenn fatlaðra einstaklinga. Þegar er fjöldi stofnana farinn að nýta sér nýju þjónustuna með góðum árangri, til að mynda nýtt sjúklingaapp Landspítalans.

Hluti af þessari breytingu verður að fasa eldri innskráningarþjónustunni út í skrefum. Fyrsta skrefið var tekið 1. maí síðastliðinn þar sem nýskráningum aðila að eldri innskráningarþjónustunni var hætt. Á það til jafns við um opinbera aðila sem og einkaaðila.

Innskráning fyrir alla er hugsuð fyrir stofnanir og sveitarfélög og verður því einungis í boði fyrir opinbera aðila að færa sig yfir í þá þjónustu. Einkaaðilar sem hafa áhuga á að nota rafræn skilríki til að auðkenna viðskiptavini sína er bent á eftirfarandi aðila:

Með haustinu mun umrædd útfösun eldri innskráningarþjónustunnar halda áfram og flutningur opinberra aðila yfir í innskráningu fyrir alla verður í forgangi. Í byrjun árs 2024 verður dregið úr stuðningi við eldri þjónustuna og honum svo á endanum hætt sama ár.

Nánari upplýsingar um Innskráningu fyrir alla er að finna á Ísland.is.