Fara beint í efnið
Stafrænt Ísland Forsíða
Stafrænt Ísland Forsíða

Stafrænt Ísland

Ísland.is tilnefnt til UT-verðlauna

9. febrúar 2021

Síðastliðinn föstudag voru UT verðlaunin veitt í 11. skipti þar sem Ísland.is var tilnefnt sem UT-stafræna þjónusta ársins 2020. Tilnefningin sýnir að Ísland.is er á réttri leið og er um leið mikil hvatning á þessu ferðalagi sem stafræn opinber þjónustu er.

Forsíða Ísland.is

Ísland.is var tilnefnt sem UT-Stafræna Þjónustan 2020 á UT-verðlaununum sem veitt voru í  11. skipti síðastliðinn föstudag. UT-Stafræn þjónusta flokkurinn er ætlað lausnum sem skara fram úr og einfalda daglegt líf fólks. Stafrænt Ísland, hefur einmitt það markmið að bæta þjónustu og auka upplýsingaflæði á einum stað fyrir opinbera þjónustu. 

Stafræna ökuskírteinið var tilnefnt sem UT-Stafræna þjónustan 2020. Stafrænu ökuskírteinin voru stórt samstarfsverkefni þar sem að komu dómsmálaráðuneytið, samgönguráðuneytið, Ríkislögreglustjóri ásamt Ísland.is. Nýsköpunarfyrirtækið Smart Solutions og Advania sáu um framleiðslu. í dag hafa um 100.000 manns hafa sótt sér stafrænu ökuskírteinin. 

Yay var tilnefnt til UT-Sprotans 2020 fyrir Ferðagjöfina sem unnin var af þeim í samstarfi við Ísland.is. Fyrirtækið Yay er stafrænt gjafakortasmáforrit með það að markmiði að gjörbylta því hvernig fólk gefur, þiggur, kaupir, selur og skiptir gjöfum og kemst í samband við annað fólk.

 Ferðagjöfin er liður í því að styðja við bakið á íslenskri ferðaþjónustu í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru og efla þannig íslenska ferðaþjónustu sem og hvetja landsmenn til að ferðast um landið. Núna hafa um 194.000 einstaklingar sótt sér ferðagjöfina sem gildir til 31. maí 2021.

Aranja var tilnefnt til UT-Fyrirtækið 2020 og einnig tilnefnt til UT-Sprotans 2020 fyrir framlag sitt með Hopp – Fyrsta rafskútuleigan á Íslandi. Um 70.000 notendur hafa sótt Hopp-appið og á árinu 2020 fóru hopparar yfir 870.000 km og spöruðu því 107.010 kg af CO2 í útblæstri. Aranja er sem hefur unnið að fjölda verkefna með Stafrænu Íslandi t.a.m. stuðningslánin.

Tilnefningin sýnir að Ísland.is er á réttri leið og er um leið mikil hvatning á þessu ferðalagi sem stafræn opinber þjónusta er. Við erum virkilega stolt af því að tilheyra þessum flotta hópi tilnefninga og óskum við þeim öllum innilega til hamingju!

 

Til hamingju Íslensk Erfðagreining, Crontrolant, SidekickHealth og Embætti landlæknis!

Þið eruð öll virkilega vel að UT-verðlaunum ykkar komin!