Ísland.is tilnefnt til UT verðlauna
29. janúar 2024
Ísland.is er tilnefnt í flokki UT-Stafræna opinbera þjónustan 2023
Ísland.is hlýtur tilnefningu í flokkinum UT-Stafræna opinbera þjónustan 2023 en einfaldleiki og gott aðgengi einkennir Ísland.is þrátt fyrir flókið samspil fjölda opinberra aðila bæði efnislega og tæknilega. Yfir 250 manns standa að baki Ísland.is samfélaginu og miðla til verkefnisins en slíkt krefst mikils aga til að allir vinni að sama markmiði. Fjöldamörg verkefni verið unnin hjá Sýslumönnum s.s. rafrænar þinglýsingar, forskráning vegabréfa, stafræn dánarbú o.fl. Þessi vinna skilar sér í aukinni skilvirkni og þjónustu. Þá hafa 25 stofnanir og opinber verkefni flutt vefi sína á Ísland.is og annar eins fjöldi þegar hafið innleiðingu. Að baki Ísland.is er sömuleiðis að finna umsóknarkerfi sem talar við Mínar síður og Ísland.is appið, þjónustusíður sem styðja við algegnar spurningar notanda, spjallmenni sem leysir úr fyrirspurnum notanda. Ísland.is kemur fólki beint að efninu og sífellt fleiri opinberar þjónustur er hægt að klára að fullu í sjálfsafgreiðslu.
Stafrænt Ísland verður sömuleiðis með bás á ráðstefnudeginum sem og á tæknideginum sem opin er almenningi. Þar mun starfsfólk Stafræns Íslands taka á móti gestum og gangandi og sitja fyrir svörum um stafræna vegferð hins opinbera. Tæknidagurinn fer fram laugardaginn 3.febrúar frá 10-16 í Hörpu.
Eftirtalin 3 í hverjum flokki eru tilnefnd í undirverðlaunaflokkum vegna afreka á árinu 2023 og verður spennandi að sjá hver hlýtur verðlaunin í hverjum flokki.
UT-Stafræna opinbera þjónustan 2023:
UT- Stafræn þjónusta flokkurinn er ætlað lausnum á opinbera markaðnum sem skara fram úr og einfalda daglegt líf fólks. Vefsíður, öpp og rafrænar þjónustur hvers konar falla undir þennan flokk.
Hugverkastofan
Ísland.is
Skipulagsgátt hjá Skipulagsstofnun
UT-Fyrirtækið 2023:
UT-fyrirtæki ársins er flokkur fyrir fyrirtæki sem nýta sér upplýsingatækni í sinni starfsemi og hafa náð góðum árangri með einum eða öðrum hætti á árinu á innlendum sem erlendum vettvangi með upplýsingatækni að leiðarljósi.
Datalab
Heilbrigðisupplýsingatæknisvið (HUT) Landspítalans
Klappir Grænar Lausnir
UT-Sprotinn 2023:
UT- sprotinn er flokkur fyrir fyrirtæki sem hafa verið starfandi síðastliðin 1-6 ár og eru að bjóða lausnir sem hafa vakið athygli.
Evolv
Evolytes
Indó
UT-Stafræna almenna þjónustan 2023:
UT- Stafræn þjónusta flokkurinn er ætlað lausnum á almenna markaðnum sem skara fram úr og einfalda daglegt líf fólks. Vefsíður, öpp og rafrænar þjónustur hvers konar falla undir þennan flokk.
Dala.care
Krónan
Lyfja
UT-Fjölbreytileika fyrirmynd 2023:
Flokkurinn er til að vekja athygli á því sem vel er gert og styður fjölbreytileika og gott fordæmi.
Alda hugbúnaður
Berenice Barrios
Kathryn Elisabeth Gunnarsson