Fara beint í efnið
Stafrænt Ísland Forsíða
Stafrænt Ísland Forsíða

Stafrænt Ísland

Ísland.is fyrir erlenda ferðamenn

6. júlí 2021

Mikið álag hefur verið á öllum sem koma að móttöku erlendra ferðamanna síðustu vikur nú þegar opnar á ferðalög.

islandis entry

Mikilvægt er að bjóða fólk velkomið til landsins á sama tíma og við gætum fyllsta öryggis en hér líkt og um allan heim eru langar og oft flóknar reglugerðir um hver megi koma og hver ekki.

Fyrirspurnir skipta hundruðum og stefna í þúsundir sem berast borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins, Almannavörnum, Íslandsstofu, ferðaþjónustunni og einstökum ráðuneytum um þær reglur sem gilda um ferðalög til landsins.

Ljóst er að þessum fyrirspurnum mun fjölga á næstu mánuðum og því tóku allir þessir aðilar höndum saman og stilltu upp vefsvæði með leiðbeiningum og algengustu fyrirspurnum sem erlendir ferðamenn geta leitað í. Í anda Ísland.is er framsetningin auðskiljanleg en nákvæm þar sem þarfir notenda eru hafðir að leiðarljósi. Þá eru upplýsingarnar sömuleiðis mjög aðgengilegar í farsímum sem eru sérstaklegt mikilvægt fyrir fólk á ferðalagi.

Einfaldar leiðbeiningar sem þessar eru mikilvægur hlekkur í upplýsingagjöf til ferðamanna sem hingað koma þó þær séu aðeins leiðbeinandi en loka ákvörðun um komu til landsins er í öllum tilfellum tekin á landamærum við komu til landsins.

Skoða leiðbeiningarnar / "the quick guide".

COVID-teymi forsætisráðuneytisins leiddi verkefnið ásamt Stafrænu Íslandi.