Fara beint í efnið
Stafrænt Ísland Forsíða
Stafrænt Ísland Forsíða

Stafrænt Ísland

Hvað er Ísland.is appið og fyrir hvern?

16. febrúar 2023

Þriðjungur þjóðarinnar nýtir reglulega Ísland.is apppið og enn fleiri stafræn skírteini sem er að finna í appinu. En hver er hugmyndin að baki Ísland.is appsins og fyrir hverja er það?

stafraena spjallid app stafraen skirteini

Ísland.is appið og stafræna og stafræn skírteini eru umræðuefni fimmta þáttar Stafræna spjallsins.

Í Stafræna spjallinu ræðum við stafræna umbreytingu á mannamáli og förum yfir praktísk atriði sem gagnast fólki í lífi og starfi. Markmiðið er að auka skilning og opna augu okkar fyrir þeim tækifærum sem leynast í stafrænni þróun. Hið stafræna snýst nefnilega um fólk og því ekkert mikilvægara en að fólk skilji og treysti stafrænni þjónustu.

Í þessum þætti er spjallað um stafræn skilríki og Ísland.is appið, hvernig þetta virkar allt saman og hvernig þetta nýtist fólki í lífi og starfi.

Gestir að þessu sinni eru þeir Gunnar Haukur Stefánsson deildarstjóri hugbúnaðarþróunar hjá Ríkislögreglustjóra, Þórarinn Þórarinsson, lögreglufulltrúi í leyfadeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Sigurbjörn Óskarsson vörustjóri hjá Stafrænu Íslandi.

Spyrill er Vigdís Jóhannsdóttir markaðsstjóri Stafræns Íslands.

Skýringarmyndbandi fyrir Ísland.is appið

Lesa nánar um Ísland.is appið.