Fara beint í efnið
Stafrænt Ísland Forsíða
Stafrænt Ísland Forsíða

Stafrænt Ísland

Fréttabréf september 2023 #2

20. september 2023

Fréttabréf Stafræns Íslands september #2 2023. CIO Bandaríkjaforseta á Tengjum ríkið, Ísland til fyrirmyndar fyrir aðrar þjóðir og við bjóðum nýja vefi velkomna á Ísland.is

Tengjum-rikid-vefbordar Vefur-1200x630

CIO Bandaríkjaforseta á Tengjum ríkið

Clare Martorana er aðal fyrirlesari Tengjum ríkið í ár en hún leiðir upplýsingatæknimál fyrir Bandaríkjaforseta. 

Yfirskrift ráðstefnunnar í ár er Stafrænt samfélag og skiptist í undirflokkana Stafræn forysta, Stafrænt Ísland og Stafrænt öryggi. Ráðstefnan í ár er haldin í samstarfi við fund Norrænu ráðherranefndarinnar þar sem Ísland fer með formennsku. 

Nánari upplýsingar um dagskrá er að finna hér.

Miðasala er í fullum  gangi en miðaverð er 4.900 kr. og á jafnt við um miða í sal sem og í streymi. Athugið að takmarkaður fjöldi miða er í boði fyrir þá sem vilja sitja erindi sem fara fram í Kaldalóni. 

Tengjum ríkið miðasala


Velkomin Samgöngustofa 

Stofnunum á Ísland.is fjölgar hratt þessi misserin en nú hefur Samgöngustofa bæst í hópinn. Það er mikill liðsstyrkur að fá stóra þjónustustofnun eins og Samgöngustofu í Ísland.is samfélagið.

Nýr vefur Samgöngustofu á Ísland.is


Velkomnar NTÍ

Náttúruhamfaratryggingar Íslands bættust sömuleiðis í Ísland.is samfélagið á dögunum og bjóðum við þau hjartanlega velkomin í hópinn. 

Nýr vefur NTÍ á Ísland.is


Ísland til fyrirmyndar fyrir aðrar þjóðir

AWS Institute heimsótti Stafrænt Ísland í vor til að kynna sér nánar þann árangur sem hefur náðst í stafrænum málum. Þar var skoðað sérstaklega hvað liggur að baki þessum árangri og rýnt í tvö árangursrík verkefni. 

Digital Iceland: How central governments can transform public services - AWS Public Sector

How Iceland put residents first when designing new digital service - AWS Public Sector

Iceland’s advice to other governments for successful digital transformation - AWS Public Sector


Ísland.is í Open Access Government

Áhugi á velgengni Íslands í stafvæðinu kemur víða frá en Open Access Government birti grein um árangurinn á dögunum. Open Access Government er leiðandi vefmiðill á sínu sviði og nær hátt í 700 þúsund manns mánaðarlega. 

Grein í Open Access Government


Teymi Stafræns Íslands í heimsókn

Stafrænt Ísland bauð fulltrúum teyma í heimsókn í morgun til að fara yfir þau verkefni sem eru framundan. Það eru 20 teymi sem tilheyra rammasamningi Stafræns Íslands frá 14 fyrirtækjum sem telja hátt í 100 manns þegar allir eru virkjaðir.


Meðal verkefna Stafræns Íslands:

  • Ákvörðun um skipti dánarbús

  • Birting á réttindum til P-korts í Ísland.is appi og Mínum síðum

  • Eigendaskipti vinnuvéla og tækja

  • Endurnýjun ökuréttinda

  • Ísland.is app - fjármál

  • Mínar síður: Fjármál, hreyfingar á tímabilinu

  • Mínar síður: Heilsugæsla og tannlæknar ítrun

  • Mínar síður: Hugverkaréttindin mín

  • Mínar síður: Námsyfirlit úr INNU

  • Mínar síður: Starfsleyfi heilbrigðisstarfsfólks

  • Rafræn erfðafjárskýrsla

  • Mínar síður: Upplýsingar um lyfjakaup og lyfjaskírteini

  • Rafræn þinglýsing á kaupsamningum fasteigna

  • Samráðsgátt - uppfært notendaviðmót

  • Staðfesting stafrænna ökuskírteina hjá Vínbúðunum

  • Stafrænt veiðikort

  • Tilkynning um vinnuslys

  • Umsón um dvalarleyfi

  • Umsókn um endurnýjun dvalarleyfa ítrun

  • Umsókn um ellilífeyri

  • Umsókn um fæðingarorlof: Varanlegt fóstur og dvalarstyrkur

  • Umsókn um háskóla

  • Umsókn um ríkisborgararétt ítrun

  • Umsókn um sannvottun

  • Umsókn um vegabréf

  • Umsókn um ökuritakort

  • Upplýsingavefur um háskólanám á Íslandi

  • Vefur Náttúruhamfaratrygginga á Ísland.is

  • Vefur Réttindagæslu fyrir fatlað fólk á Ísland.is

  • Vefur Samgöngustofu á Ísland.is

  • Vefur Tryggingastofnunar á Ísland.is

  • Vefur Vinnueftirlitsins á Ísland.is