Fréttabréf september 2022
5. september 2022
Fréttabréf Stafræns Íslands september 2022.
Tengjum ríkið 2022
Tengjum ríkið er ráðstefna um stafræna framtíð hins opinbera og fer fram í Hörpu þann 22. september 2022 frá 13-17.
Aðal fyrirlesari að þessu sinni verður Kevin Cunnington fyrrum forstjóri GDS (Government Digital Services) í Bretlandi en hann er einn þeirra sem hefur leitt stafræna þróun hins opinbera þar í landi. Kevin Cunnington mun leiða okkur í gegnum nýja rannsókn sem fjallar um hvað það er sem stafrænir leiðtogar þurfa til að ná árangri og helstu hindranir stofnana á stafrænni vegferð. Þá fáum við erindi frá Dr. Silvija Seres en hún sérhæfir sig í stafrænni umbreytingu.
Ítarlegri dagskrá verður kynnt á næstu dögum.
Skráning er í fullum gangi - en þegar er kominn biðlisti í sal þó nóg pláss sé í streymi.
Skráning á Tengjum ríkið!
Vertu velkomin Útlendingastofnun!
Útlendingastofnun hefur nú opnað nýjan vef sinn á Ísland.is. Síðustu mánuði hefur starfsfólk Útlendingastofnunar unnið hörðum höndum að því að uppfæra allt efni og stilla upp á nýjum vef.
Við bjóðum Útlendingastofnun hjartanlega velkomna á Ísland.is
Umsókn um sölu áfengis á Ísland.is
Í sumar var opnað fyrir stafræna umsókn um leyfi til sölu áfengis á framleiðslustað. 15 brugghús hafa sótt um og öll stafrænt en stafæna umsóknin opnaði á sama tíma og lögin tóku gildi. Það eru sýslumenn sem þjónusta umsóknina.
Tilkynning um andlát nú stafræn
Sýslumenn hafa unnið að endurbótum á frágangi dánarbúa með þægindi aðstandenda að leiðarljósi. Hefst ferlið nú með rafrænni tilkynningu um andlát sem landlæknir sendir sýslumönnum. Aðstandandi fær bæði andlátstilkynningu í sitt stafræna pósthólf á Ísland.is og getur fyllt út ýtar upplýsinga í stafrænni tilkynningu. Til þessa hafa aðstandendur þurft að safna saman öllum gögnum og koma til sýslumanna.
Ferlið á að auðvelda aðstandendum að koma upplýsingum til skila til sýslumanna og er sem fyrr segir hluti af heildar endurbótum á frágangi dánarbúa.
Greiðslukerfi Ísland.is vel tekið
Greiðslukerfi bættist við umsóknarkerfi Ísland.is í lok síðasta árs þar sem notendur geta greitt fyrir opinbera þjónustu sem sótt er á Ísland.is. Í dag eru 31 þjónustuferli á Ísland.is sem krefjast greiðslna. Á tímabilinu janúar til júlí fóru 13.794 greiðslur í gegnum greiðslukerfi eða 53% greiðslna.
Meðal verkefna Stafræns Íslands þessa dagana eru:
Vegabréfið þitt - birting upplýsinga á Mínum síðum Ísland.is og í appi
Stafræn umsókn um vegabréf
Rafræn þinglýsing á afsali fasteigna
Rafræn þinglýsing á kaupsamningum fasteigna
Umboðskerfi fyrir stofnanir
Rafræn skil á ársreikningum til Ríksendurskoðunar
Tveggja ára vegvísir stafrænnar þjónustu sveitafélaga á Ísland.is
Fjárhagsaðstoð Sveitafélaga á Ísland.
Stafræn skotvopnaskírteini
Vefur Fiskistofu á Ísland.is
Vefur Ríkislögmanna á Ísland.is
Vefur Landskjörstjórnar á Ísland.is
Vefur Ríkiskaupa á Ísland.is