Fara beint í efnið
Stafrænt Ísland Forsíða
Stafrænt Ísland Forsíða

Stafrænt Ísland

Fréttabréf nóvember 2022

14. nóvember 2022

Fréttabréf Stafræns Íslands nóvember 2022.

anaegja m islandisokt 2022

Mikil ánægja með Ísland.is

Stafræn vegferð og þróun á stafrænum lausnum mælist í takti við vilja og væntingar landsmanna í nýlegri könnun.

Við þróun á nýjum vörum og þjónustu er mikilvægt að fylgjast með notandaupplifun. Stafrænt Ísland hefur síðustu misseri unnið að því að bæta upplýsingagjöf og stafræna þjónustu hins opinbera. Ýmsar leiðir eru nýttar til að fylgja því eftir að það sé í raun verið að bæta upplifun.

Nýverið framkvæmdi Gallup netkönnun þar sem notkun og viðhorf til Ísland.is, Stafræns pósthólfs og Minna síðna Ísland.is var kannað.

Heilt yfir mælist þekking, notkun og ánægja mjög hátt í öllum hópum sama hvort horft er til aldurs, búsetu, menntunar eða tekna. Svörin gefa til kynna að stafræn vegferð hins opinbera sé á leið í rétta átt og í takti við vilja og væntingar landsmanna. 

Lesa nánar um niðurstöður könnunarinnar


Allt um ökutæki þín á Mínum síðum Ísland.is

Nýjung á Mínum síðum er flokkunin "Ökutæki" sem er liður í að flytja þjónustu Samgöngustofu á Mínar síður Ísland.is. Undir "Ökutæki" getur fólk skoðað eignarstöðu ökutækja, flett upp í ökutækjaskrá, skoðað eigin ökutækjaferil og eigandaferil bíls. 

Ökutæki á Mínum síðum Ísland.is


Nú geta forsjáraðilar sótt um stæðiskort fyrir barn

Sú viðbótarþjónusta hefur bæst við stæðiskort (P-kort) hreyfihamlaðra að forsjáraðilar geta sótt um stafrænt um stæðiskort fyrir börn. 

Nánar um stæðiskort á Ísland.is


Stafrænum skírteinum fjölgar

Stafræna ökuskírteinið var kynnt til sögunnar með pompi og prakt vorið 2020. Nú hefur skírteinum fjölgað og fleiri í vinnslu.

Lesa frétt um stafræn skírteini


Nýr lífsviðburður um samgöngur 

Sífellt bætast við lífsviðburðir á Ísland.is en tilgangur þeirra er að safna saman helstu upplýsingum tengdum lífviðburðum og koma fólki beint að efninu sem það leitar að.

Skoða lífsviðburð um samgöngur


Skanni fyrir skírteini

Í Ísland.is appinu er skanni sem hægt er að nota til að skanna stafæn ökuskírteini. Þannig má á einfaldan hátt athuga hvort um gilt skírteini sé að ræða.

Horfa á kynningarmyndband


Velkomin landskjörstjórn 

Landskjörstjórn hefur flutt vefsvæði sitt á Ísland.is. Stofnunin er sú sjötta í röðinni sem flytur vefsvæði sitt til Ísland.is en aðrar nítján hafa þegar hafið undirbúining að flutningi.

Landskjörstjórn á Ísland.is.


Öryggisflokkun gagna 

Vinnu við öryggisflokkun gagna ríkisins er nú lokið. Tilgangur vinnunnar er að leiðbeina stofnunum og tryggja öryggi upplýsinga einstaklinga og fyrirtækja sem ríkinu ber að halda utan um.

Lesa frétt um öryggisflokkun ganga


Meðal verkefna Stafræns Íslands þessa dagana eru:

  • Vegabréfið þitt - birting upplýsinga á Mínum síðum Ísland.is og í appi Ísland.is

  • Stafrænt örorkuskírteini

  • Stafræn umsókn um vegabréf

  • Umboðskerfi fyrir stofnanir

  • Eigendaskipti ökutækis

  • Umsókn um ökuritakort

  • Panta skráningarnúmer ökutækis

  • Yfirlit yfir ökunám ökunema á Mínum síðum Ísland.is

  • Endurnýjun ökuréttinda

  • Skráning leiðbeinanda fyrir æfingaakstur

  • Rafræna erfðafjárskýrsla

  • Rafræn þinglýsinga á afsali fasteigna

  • Rafræn þinglýsing á kaupsamningum fasteigna

  • Ákvöðun um skipti dánarbús

  • Beiðni um könnun hjónavígsluskilyrða

  • Birting ökutækja og fasteigna í Ísland.is appinu

  • Birting útskriftargagna frá Háskóla Íslands

  • Birting á lögmannaskrá á Ísland.is

  • Birting á fasteignasalaskrá á Ísland.is

  • Umsókn um rekstarleyfi veitinga og gististaða

  • Ökutímaskráningar ökukennara

  • Heimagisting opna fyrir nýtingaryfirlit 2022

  • Rafræn skil á ársreikningum til Ríksendurskoðunar

  • Tveggja ára vegvísir stafrænnar þjónustu sveitafélaga á Ísland.is

  • Fjárhagsaðstoð Sveitafélaga á Ísland.is.

  • Vefur Landlæknis á Ísland.is

  • Vefur Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Ísland.is

  • Vefur Fiskistofu á Ísland.is

  • Vefur Ríkiskaupa á Ísland.is