Fara beint í efnið
Stafrænt Ísland Forsíða
Stafrænt Ísland Forsíða

Stafrænt Ísland

Fréttabréf mars 2023

29. mars 2023

Fréttabréf Stafræns Íslands mars 2023.

Vetrarmynd (mobile)

7 tilnefningar til SVEF í ár

Verkefni á vegum Stafræns Íslands hljóta 7 tilnefningar til íslensku vefverðlaunanna í ár.
Það er mikill heiður að hljóta þessar tilnefningar frá SVEF og fagfólkinu sem koma að íslensku vefverðlaununum. Íslensku vefverðlaunin verða veitt föstudaginn 31.mars nk.

Lesa nánar um tilnefningar


89% verðandi foreldra velja stafrænt ferli

Í febrúar mánuði völdu 89% verðandi foreldra stafrænt umsóknarferli um fæðingarorlof.

Lesa nánar


Ísland á svið með stærstu þjóðum heims

Ísland steig á svið ásamt Bretlandi, Bandaríkjunum, Eistlandi og Þýskalandi á alþjóðlegri ráðstefnu sem fór fram í London nú í mars. Á Global Government Forum Innovation koma saman stafrænir leiðtogar, forstöðumenn og ráðuneytisstjórar alls staðar að úr heiminum og deila reynslu þjóða sinna.

Lesa nánar


30 stofnanir senn flutt vefi sína á Ísland.is

Liður í því að einfalda líf fólks hér á landi og bæta stafræna þjónustu hins opinbera er aukin upplýsingagjöf og aðgengi að þjónustu gegnum Ísland.is, miðlæga upplýsinga- og þjónustugátt hins opinbera.

Lesa nánar


Áhrifavaldar Ísland.is

Liður í því að einfalda líf fólks hér á landi og bæta stafræna þjónustu hins opinbera er aukin upplýsingagjöf og aðgengi að þjónustu gegnum Ísland.is, miðlæga upplýsinga- og þjónustugátt hins opinbera.

Viltu vera áhrifavaldur?


Einstaklingur eða fyrirtæki?

Allir með íslenska kennitölu hafa aðgang að Mínum síðum Ísland.is hvort sem um ræðir einstaklinga eða fyrirtæki. Nú er búið að einfalda skrefið þangað inn með því að spyrja strax í upphafi hvort um ræðir.


Velkomin Heilbrigðisstofnun Vesturlands

Við bjóðum Heilbrigðisstofnun Vesturlands hjartanlega velkomna í Ísland.is samfélagið.

Skoða vef


Stafrænt umsóknarkerfi fyrir veiðileyfi

Fiskistofa hefur tekið í notkun stafrænt umsóknakerfi í samstarfi við Ísland.is fyrir veiðileyfi.

Lesa frétt


Meðal verkefna Stafræns Íslands þessa dagana eru:

  • Ákvörðun um skipti dánarbús

  • Birting á einstaklingum með Verðbréfaréttindi á Íslandi

  • Birting á fasteignasalaskrá á Ísland.is

  • Birting á lögmannaskrá á Ísland.is

  • Birting á upplýsingum um vegabréf barna í Ísland.is appinu

  • Eigendaskipti ökutækis

  • Eigendaskipti vinnuvéla og tækja

  • Endurnýjun einkamekis ökuréttindi

  • Endurnýjun ökuréttinda

  • Greiðsluáætlun um opinber gjöld fyrir fyrirtæki

  • Mínar síður: Námsferilsyfirlit brautskráðra frá Háskóla Íslands

  • Panta skráningarnúmer ökutækis

  • Rafræn erfðafjárskýrsla

  • Rafræn skil á ársreikningum til Ríkisendurskoðunar

  • Rafræn þinglýsing á afsali fasteigna

  • Rafræn þinglýsing á kaupsamningum fasteigna

  • Skráning leiðbeinanda fyrir æfingaakstur

  • Staðfesting á endurmenntun vegna verðbréfaréttinda

  • Stafræn umsókn um fæðingarorlof: Varanlegt fóstur og dvalarstyrkur

  • Stafrænt örorkuskírteini

  • Stafræn umsókn um vegabréf

  • Tilkynning um vinnuslys

  • Umboðskerfi - sýna sögu innskráninga

  • Umsókn um dvalarleyfi

  • Umsókn um endurnýjun dvalarleyfa ítrun

  • Umsókn um ES kortið

  • Umsókn um ríkisborgararétt ítrun

  • Umsókn um sannvottun

  • Umsókn um starfsvottorð ríkisins

  • Umsókn um rekstarleyfi veitinga og gististaða

  • Umsókn um ökuritakort

  • Vefur Ríkiskaupa á Ísland.is

  • Vefur Sjúkrahúsins á Akureyri á Ísland.is