Fara beint í efnið
Stafrænt Ísland Forsíða
Stafrænt Ísland Forsíða

Stafrænt Ísland

Fréttabréf maí 2023

4. maí 2023

Fréttabréf Stafræns Íslands maí 2023. Kjarnaþjónustur Stafræns Íslands eru þessi misserin í innleiðingu hjá fjölda stofnana. Sem dæmi fóru 5.892 umsóknir í gegnum umsóknarkerfið í apríl.

Að stofna fyrirtæki

Ráðgjöf frá Stafrænu Íslandi

Kjarnaþjónustur Stafræns Íslands eru þessi misserin í innleiðingu hjá fjölda stofnanana. Sömuleiðis er Stafrænt Ísland í ráðgefandi hlutverki og stuðningi við verkefnastjórn þegar kemur að stórum þverfaglegum verkefnum. Dæmi um slík verkefni eru rafrænar þinglýsingar þar sem sýslumenn, lánveitendur og lántakendur koma að borðinu. Sömuleiðis má nefna vinnuhóp sem vinnur að því að tryggja stafrænt aðgengi fatlaðra sem leitt er að félags- og vinnumálaráðuneytinu en ásamt Stafrænu Íslandi koma Heilsuvera og Auðkenni þar að. Þá er verkefni sem snýr að stafrænni þjónustu við eldra fólk komið í vinnslu, sömuleiðis leitt af félags- og vinnumálaráðuneytinu með stuðningi frá heilbrigðisráðuneytinu og Stafrænu Íslandi.

Staða innleiðingar á fjórum af kjarnaþjónustum Ísland.is: 

  • Vefir stofnana: 13 vefir hafa flutt vefsvæði sitt á Ísland.is og 26 stofnanir vinna að flutningi.

  • Stafræna pósthólfið: 65 opinberir aðilar vinna að innleiðingu á Stafræna pósthólfinu og 37 eru þegar farnir að birta.

  • Umsóknarkerfi Ísland.is: 15 stofnanir nýta umsóknarkerfi Ísland.is og fleiri á leiðinni

  • Umsóknarkerfi Ísland.is: 5892 umsóknir fóru í gegnum kerfið í apríl - mun fleiri umsóknir eru í vinnslu en þessi fjöldi var afgreiddur að fullu.

  • Innskráning fyrir alla: 25 opinberir aðilar nýta nýju innskráningarþjónustu Ísland.is með 280 þúsund innskráningum á mánuði. 


14 rafrænar þinglýsingar þrátt fyrir 1. maí lokun

14 lántakendur greiddu upp húsnæðis- og bílalánin sín þann 1. maí þrátt fyrir lokanir. Enginn akstur og enginn pappír.

Tölfræði rafrænna þinglýsinga


Gamla innskráningarþjónustan lokar 

Unnið er að lokun eldri innskráningarþjónustu Ísland.is og er lokun nýskráninga hluti af því ferli. Opinberum aðilum er beint í Innskráningu fyrir alla, nýja innskráningaþjónustu Ísland.is.

Frétt um eldri innskráningarþjónustuna


Réttindi & skyldur

Réttindi og skyldur einstaklinga á Íslandi eru skýr samkvæmt lögum frá fæðingu til andláts. Réttindi segja til um hvers einstaklingur getur krafist af samfélaginu, en skyldur segja til um hvaða kröfur samfélagið getur gert til einstaklings. Yfirlit yfir helstu réttindi og skyldur er nú að finna á Ísland.is.

Lesa meira um Réttindi & Skyldur


Stjórnborð Ísland.is

Stjórnborð Ísland.is er vefsvæði fyrir stofnanir sem heldur utan um notendastýringu og sjálfafgreiðslukerfi sem Stafrænt Ísland hefur þróað fyrir kjarnaþjónustur Ísland.is.

Stjórnborð Ísland.is


Tilkynning um stríðsglæpi

Ný þjónusta hefur bæst við á Ísland.is fyrir flóttafólk frá Úkraínu. Lögreglan er þjónustuaðili þessara tilkynninga og heldur utan um alla skráningu. 

Tilkynning um stríðsglæpi


Stafræna spjallið - Mínar síður Ísland.is

Mínar síður Ísland.is er umræðuefni Stafræna spjallsins að þessu sinni.

Stafræna spjallið: Mínar síður Ísland.is


Meðal verkefna Stafræns Íslands eru:

  • Ákvörðun um skipti dánarbús

  • Birting á einstaklingum með Verðbréfaréttindi á Íslandi

  • Birting á fasteignasalaskrá á Ísland.is

  • Birting á lögmannaskrá á Ísland.is

  • Eigendaskipti ökutækis

  • Eigendaskipti vinnuvéla og tækja

  • Endurnýjun einkamekis ökuréttindi

  • Endurnýjun ökuréttinda

  • Ísland.is app - Fjármál

  • Mínar síður: Fjármál, hreyfingar á tímabilinu

  • Mínar síður: Hugverkaréttindin mín

  • Mínar síður: Námsferilsyfirlit brautskráðra frá Háskóla Íslands

  • Mínar síður: Námsyfirlit úr INNU

  • Mínar siður: Starfsleyfi heilbrigðisstarfsfólks

  • Mínar síður. Vélar og tæki

  • Panta skráningarnúmer ökutækis

  • Rafræn erfðafjárskýrsla

  • Rafræn þinglýsing á kaupsamningum fasteigna

  • Samráðsgátt - uppfært notendaviðmót

  • Skráning leiðbeinanda fyrir æfingaakstur

  • Staðfesting á endurmenntun vegna verðbréfaréttinda

  • Staðfesting stafrænna ökuskírteina hjá Vínbúðunum

  • Stafræn umsókn um fæðingarorlof: Varanlegt fóstur og dvalarstyrkur

  • Stafrænt örorkuskírteini

  • Stafræn umsókn um vegabréf

  • Starfatorg ríkisins á Ísland.is

  • Tilkynning um vinnuslys

  • Umsókn um dvalarleyfi

  • Umsókn um endurnýjun dvalarleyfa ítrun

  • Umsókn um ES kortið

  • Umsókn um ríkisborgararétt ítrun

  • Umsókn um sannvottun

  • Umsókn um rekstarleyfi veitinga og gististaða

  • Umsókn um ökuritakort

  • Vefur gæða- og efrilitsstofnunar velferðarmála

  • Vefur Samgöngustofu á Ísland.is

  • Vefur Tryggingastofnunar á Ísland.is