Fara beint í efnið
Stafrænt Ísland Forsíða
Stafrænt Ísland Forsíða

Stafrænt Ísland

Fréttabréf maí 2022

4. maí 2022

Fréttabréf Stafræns Íslands maí 2022.

ISL Stafraent Island GovJam Skraningarform header 1920x1080px 0522 03

GovJam vinnustofa 17.maí
- Vertu með!

Stafrænt Ísland er einn bakhjarla Innovation Week þetta árið enda nýsköpun kjarninn í öllu sem við gerum.
Á degi opinberrar nýsköpunar þann 17.maí mun Stafrænt Ísland standa fyrir GovJam vinnustofu þar sem við hvetjum fólk til þátttöku í hugarflugi um hvar við getum bætt opinbera þjónustu með stafrænum lausnum.
Opinber þjónusta er okkur öllum mikilvæg og nú gefst almenningi tækifæri til að miðla hugmyndum með okkur sem einfalda líf okkar allra. Við sem búum og störfum á Íslandi þekkjum best hvar tækifærin liggja og við viljum finna hvar við getum gert hvað mest gagn. Sérfræðingar verða á svæðinu allan daginn og aðstoða þátttakendur við mótun hugmynda sinna en góðar hugmyndir munu rata á forgangslista Stafræns Íslands. Einstaklingar og hópar eru velkomnir, eina sem þarf er viljinn til að einfalda líf okkar allra með bættri opinberri þjónustu.

Sérð þú tækifæri til umbóta sem þú vilt koma á verkefnalista Stafræns Íslands?

  • GovJam vinnustofa Ísland.is

  • 17.maí frá 9-16

  • Gróska

GovJam vinnustofa - Skráning

Dagskrá Gov Jam 17.maí 2022
9:00-10:00      Mótun hópa
10:00-12:00    Hópavinna
12:00-12:45    Hádegishlé
13:00 - 15:00  Hópavinna & undirbúningur fyrir kynningar
15:00 - 15:30  Kaffihlé
15:30-16:30    Kynningar
16:30 - 18:00  Léttar veitingar í lok dags


Tengjum ríkið ráðstefnan verður haldin 8. september 2022

Ráðstefnan verður nú haldin í þriðja sinn en þar er farið yfir allt það nýjasta í stafrænni umbreytingu hins opinbera. Ráðstefnan er öllum opin. Taktu daginn frá!


Ísland.is verkefni ársins!

Íslensku vefverðlaunin 2021 fóru fram í síðasta mánuði en þar unnu Ísland.is og Mínar Síður Ísland.is til verðlauna og fengu sömuleiðis sérstaka viðurkenningar fyrir aðgengismál.

Lesa nánar


Veðbókarvottorð fasteigna stafræn

Sýslumenn halda áfram að stafvæða þjónustu sína en núna er hægt að sækja veðbókarvottorð fasteigna í gegnum stafræna umsókn á Ísland.is hvenær sem er sólarhringsins.

Lesa nánar


Aukin þjónusta við einstaklinga!

Mínar síður Ísland.is eru í sífelldri þróun en nú geta einstaklingar haft meiri stjórn á eigin efni með aukinni aðgangstýringu td. geta einstaklingar veitt öðrum umboð.

Lesa nánar


Stafræn umsókn um P-kort

Hreyfihamlaðir einstaklingar geta átt rétt á stæðiskorti (P-merki) fyrir hreyfihamlaða til þess að leggja í sérmerkt útibílastæði (P-stæði) sem eiga að vera við þá staði sem fólk sækir þjónustu, s.s. opinberar stofnanir og verslanir.

Lesa nánar


Útgefin rekstrarleyfi aðgengileg á vef sýslumanna

Einfalt er nú að fletta upp þeim rekstraraðilum sem eru með virk leyfi. Með þessu hafa sýslumenn samræmt gagnagrunna um rekstrarleyfi milli embætta.

Fletta upp rekstrarleyfum


Nýtt fólk hjá Stafrænu Íslandi!
Stafrænt Ísland styrkir sitt innra teymi og býður fjóra nýja starfsmenn velkomna.

  • Kjartan Dige Baldursson tekur við stöðu fjármálastjóra

  • Kolbrún Eir Óskarsdóttir kemur inn í stöðu verkefnastjóra

  • Kristján Friðriksson kemur í stöðu rekstrar- og öryggisstjóra

  • Ragnhildur Helga Ragnarsdóttir bætist í hóp vörustjóra

Fögnum þessari styrkingu sem er mikilvægur hluti af því að styrkja stafræna vegferð hins opinbera.

Stafrænt Ísland teymið


Meðal verkefna Stafræns Íslands þessa dagana eru:

  • Vefur Sjúkratrygginga á Ísland.is

  • Vegabréfið þitt - birting upplýsinga á Ísland.is og í appi

  • Stafræn umsókn um vegabréf

  • Rafræn þinglýsing kröfuhafabreytinga

  • Rafræn þinglýsing afsala

  • Innskráning á Mínar síður fyrir fyrirtæki

  • Innskráning á Mínar síður fyrir börn

  • Umboðskerfi fyrir stofnanir

  • Mínar síður - birting vegabréfa

  • Mínar síður - Birting ökutækja

  • Vefur útlendingastofnunar

  • Stafrænar greiðsluáætlanir

  • Stafræn umsókn um ökuskírteini og endurnýjanir

  • Rafræn skil á ársreikningum til Ríksendurskoðunar

  • Tveggja ára vegvísir stafrænnar þjónustu sveitafélaga

  • Umsókn um almennt fiskveiðileyfi til Fiskistofu