Fréttabréf júní 2023 #2
30. júní 2023
Stafrænt Ísland vinnur í sjö vikna lotum sem innihalda þrjá tveggja vikna spretti. Nú er komið frost fram yfir sumarfrí sem ætti að tryggja okkur og okkar fólki rólegt og uppákomulaust sumarfrí.
Frost fram yfir sumarfrí
Titill þessa fréttabréfs er kannski það síðasta sem við óskum okkur almennt en ákveðinn léttir hjá teymum Stafræns Íslands. Frost fram yfir sumarfrí ætti að tryggja okkur og okkar fólki rólegt og uppákomulaust sumarfrí.
Stafrænt Ísland vinnur nefnilega í sjö vikna lotum sem innihalda þrjár tveggja vikna spretti. Í lok hvers tveggja vikna spretts er útgáfa en þar stýrir útgáfustjóri útgáfu á uppfærslum og nýjum þjónustum stofnana og teyma eins og hljómsveitastjóri. Sjöunda vikan í lotunni er svokölluð millivika sem er hugsuð til þess að teymi gefi sér tíma í að fara yfir hvað gekk vel, hvað illa, hvað þarf að bæta og breyta áður en haldið er inn í næstu lotu.
Frostið sem við erum komin í núna þýðir að það verði ekki útgáfa á tveggja vikna fresti yfir hásumarið og gefur andrými til að safna kröftum inn í næsta vetur.
Áhugaverð tölfræði:
91% verðandi foreldra velja stafræna umsókn um fæðingarorlof
95% ökukennarar nota stafrænt ökunámsferli
Spjallmennið Askur sá um 74% af heildarsamskiptum
15 vefsíður stofnana hafa flutt á Ísland.is
27 stofnanir vinna í að flytja vefsíður sínar á Ísland.is
Ísland.is fékk 495 þúsund heimsóknir í maí og 1,5 milljón flettingar
86% sakavottorða stafræn það sem af er ári eða 6.915
80% búsforræðisvottorða stafræn það sem af er árinu eða 670
69% stafrænar umsóknir um ríkisborgararéttþað sem af er ári eða 302
72% stafræn endurnýjun dvalarleyfis það sem af er ári eða 1209
99,5% endurnýjun skotvopnaleyfis það sem af er ári eða 651
91% stafræn skotvopnaleyfi það sem af er ári eða 456
Forskráning á Tengjum ríkið
Ráðstefnan Tengjum ríkið verður haldin í 4.sinn þann 22.september. Forskráning er hafin en nú þegar hafa 250 manns skráð sig.
AWS leitar ráða hjá Íslandi
Fræðsluteymi AWS er þessa dagana að taka viðtöl við nokkra af samstarfsaðilum Stafræns Íslands með það að markmiði að deila með umheiminum þeim árangri sem hefur náðst hér á landi í stafrænni umbreytingu.
Starfatorg flutt á Ísland.is
Fyrsta útgáfa af Starfatorgi á Ísland.is er komin í loftið en sumarið verður nýtt til þess að safna notendasögum til að byggja enn frekari endurbætur á.
Stafræn örorkuskírteini
Stafræn örorkuskírteini eru nú rétthöfum aðgengileg í Ísland.is appinu og á Mínum síðum Ísland.is.
Háskólanám á Ísland.is
Fyrsta skrefið í að koma upplýsingum um allt háskólanám sem er í boði á Íslandi var tekið á dögunum á Ísland.is.
Að vinna er nýr lífsviðburður á Ísland.is
Að vinna er nýr lífsviðburður á Ísland.is sem stiklað er á stóru í gegnum helstu atriði sem hafa ber í huga þegar haldið er út á vinnumarkaðinn.
Ökukennarar stafrænir
Í maí var lokaskrefið í stafvæðingu ökunáms tekið með því að birta ökunámsbók ökunema með stafrænum hætti á Mínum síðum Ísland.is.
Skattþrepin á Ísland.is
Ýmsar gagnlegar upplýsingar er að finna á Ísland.is - allt frá lífsviðburðum til sérstakra mála eins og ökunám og fæðingarorlof. Skatturinn hefur sett upp frábæra upplýsingasíðu sem útskýrir skattþrepin mjög vel og ætti að koma mörgum að góðu gagni.
Meðal verkefna Stafræns Íslands eru:
Ákvörðun um skipti dánarbús
Eigendaskipti vinnuvéla og tækja
Endurnýjun einkamekis ökuréttindi
Endurnýjun ökuréttinda
Mínar síður: Fjármál, hreyfingar á tímabilinu
Mínar síður: Heilsugæsla og tannlæknar
Mínar síður: Hugverkaréttindin mín
Mínar síður: Námsyfirlit úr INNU
Mínar siður: Starfsleyfi heilbrigðisstarfsfólks
Mínar síður. Vélar og tæki
Rafræn erfðafjárskýrsla
Rafræn þinglýsing á kaupsamningum fasteigna
Samráðsgátt - uppfært notendaviðmót
Staðfesting stafrænna ökuskírteina hjá Vínbúðunum
Stafræn umsókn um fæðingarorlof: Varanlegt fóstur og dvalarstyrkur
Stafrænt veiðikort
Stafræn umsókn um vegabréf
Tilkynning um vinnuslys
Umsókn um dvalarleyfi
Umsókn um endurnýjun dvalarleyfa ítrun
Umsókn um ríkisborgararétt ítrun
Umsókn um sannvottun
Umsókn um ökuritakort
Vefur gæða- og efrilitsstofnunar velferðarmála
Vefur Samgöngustofu á Ísland.is
Vefur Tryggingastofnunar á Ísland.is