Fara beint í efnið
Stafrænt Ísland Forsíða
Stafrænt Ísland Forsíða

Stafrænt Ísland

Fréttabréf júlí 2022

5. júlí 2022

Fréttabréf Stafræns Íslands júlí 2022.

tengjum rikid vefur 2209

Tengjum ríkið - forskráning

Opin ráðstefna um stafræna framtíð hins opinbera fer fram 22.september 2022. Á ráðstefnunni verður fjallað um nýjar lausnir í stafrænni stjórnsýslu og ýmsar spennandi nýjungar kynntar.

Dagskráin verður þéttsetin glæsilegum erindum bæði frá stofnunum sem gegna lykilhlutverki í þjónustu við almenning sem og samstarfsaðilum Stafræns Íslands. 

Stefnt er að því að ráðstefnan verði bæði á staðnum sem send út í streymi en í fyrra skráðu sig um 1400 manns.

Skráning á Tengjum ríkið.


Sjúkratryggingar flytja á Ísland.is

Sjúkratryggingar hafa unnið markvisst að því að bæta þjónustu við viðskiptavini sína síðustu misseri. Stór áfangi á þeirri vegferð náðist á dögunum þegar Sjúkratryggingar fluttu vefsvæði sitt alfarið inn á Ísland.is.

Vefur Sjúkratrygginga


Stafræn umsókn um sölu áfengis

Sýslumenn hafa umsjón með leyfi um sölu áfengis á framleiðslustað. Umsóknin er stafræn á vef sýslumanna á Ísland.is. Sýslumenn hafa unnið markvisst að því síðustu misseri að koma öllum umsóknum á stafrænt form með það að markmiði að bæta þjónustu.

Lesa nánar


Stökk upp á við í rafrænum þinglýsingum

Frá því í maí hafa bæði Landsbanki og Arionbanki nýtt sér rafrænar þinglýsingar að fullu. Þetta þýðir að fjöldi bíla og fasteigna sem voru þinglýst rafrænt fóru úr 314 í apríl í 1132 nú í júní.


Endurbætur á umsóknarkerfi Ísland.is

Umsóknarkerfi Ísland.is er í stöðurgri þróun í samtarfi við stofnanir. Tveimur nýjungum hefur verið bætt við sem nýtast umsækjendum vel en leit hefur verið endurbætt þannig að auðvelt er að leita eftir texta í titli umsóknar eða eftir stofnun. Þá hefur "ný umsókn" takki bæst við á yfirliti umsókna.


Meðal verkefna Stafræns Íslands þessa dagana eru:

  • Vegabréfið þitt - birting upplýsinga á Mínum síðum Ísland.is og í appi

  • Stafræn umsókn um vegabréf

  • Rafræn þinglýsing á afsali fasteigna

  • Rafræn þinglýsing á kaupsamningum fasteigna

  • Umboðskerfi fyrir stofnanir

  • Vefur Útlendingastofnunar á Ísland.is

  • Rafræn skil á ársreikningum til Ríksendurskoðunar

  • Tveggja ára vegvísir stafrænnar þjónustu sveitafélaga á Ísland.is

  • Fjárhagsaðstoð Sveitafélaga á Ísland.is

  • Umsóknir fyrir fyrirtæki

  • Umboðskerfi fyrir fyrirtæki

  • Skotvopnaleyfi birt í Ísland.is appinu og Mínum síðum Ísland.is

  • ADR og vinnuvélaréttindi birt í Ísland.is appinu og Mínum síðum Ísland.is