Fréttabréf júlí 2021
12. júlí 2021
Ráðstefnan Tengjum ríkið verður haldin í annað sinn þann 26. ágúst næstkomandi. Gögn og gagnaöryggi verða fyrirferðamikið viðfangsefni í ár ásamt fjölda tæknilausna sem standa stofnunum til boða.
Ráðstefnan verður frá kl. 13-17 og með sambærilegu sniði og í fyrra þar sem verkefni verða kynnt í einu rými og dýpri tækniumræða í öðru.
Meðfylgjandi er skráning á ráðstefnuna en henni verður í "hybrid" þar sem henni verður bæði streymt og boðið upp á takmarkað miðamagn til þátttöku í raunheimum.
Allir eru velkomnir en hvetjum forstöðumenn og starfsmenn stjórnsýslunnar og stofnana sérstaklega til að skrá sig.
Ísland.is/entry
Mikið álag hefur verið á öllum þeim sem koma að móttöku erlendra ferðamanna síðustu vikur nú þegar opnað hefur á ferðalög. Til að draga úr álaginu er búið að setja upp einfaldar og auðskiljanlegar leiðbeiningar á Ísland.is. Markmiðið er að ferðamenn geti sjálfir leyst úr eigin fyrirspurnum með einföldu prófi.
Skoða Ísland.is/entry
Mínar síður - BETA
Mínar síður er staðurinn þar sem opinberar stofnanir koma persónulegum gögnum til fólks og fyrirtækja á öruggan hátt. Mínar síður eru því með öðrum orðum "góði staðurinn" þar sem notendur geta nálgast gögn sín frá hinu opinbera á einum stað.
Ísland.is app í BETA
Fyrsta útgáfa af Ísland.is appinu er komið í BETA prófanir en það verður gefið formlega út í haust. Í þessari fyrstu útgáfu verður stafræna pósthólfið aðgengilegt, staða umsókna og sem og ökuskírteini. Von er á fleiri skírteinum á borð við skotveiðileyfi svo eitthvað sé nefnt.
Prófanir verða í fullum gangi í allt sumar
Sjúkratryggingar fyrstar
Þeir sem þurfa á sjúkratryggingu að halda geta nú sótt um hana hjá Sjúkratryggingum Íslands í gegnum nýtt umsóknarkerfi Ísland.is.
Skoða umsókn um sjúkratryggingu
Stafræn stefna hins opinbera
Gefin hefur verið út stafræn stefna hins opinbera en hún er vegvísir að því hvernig Íslandi kemst í allra fremstu röð þegar kemur að stafrænni opinberri þjónustu.
Verkefnasögur Ísland.is
Á vef Stafræns Íslands eru smátt og smátt að safnast saman verkefnasögur.
Sífellt bætast fleiri við og því áhugaverður staður að kíkja reglulega á fyrir þá sem vilja sjá aðeins undir húddið á þeirri vinnu sem er að eiga sér stað hjá innri og ytri teymum Stafræns Íslands.
Verkefnasögur Stafræns Íslands
Meðal verkefna Stafræns Íslands þessa dagana eru:
Ísland.is app - BETA prófanir
Mínar síður - BETA prófanir
Innskráningarþjónusta - BETA prófanir
Umsókn um fæðingarorlof - notendaprófanir
Rafrænar greiðsluáætlanir
Tilkynning um slys til Sjúkratrygginga Íslands
Umboðskerfi
Umsókn um fullnaðarskírteini
Undirskriftar- og meðmælendalistar rafrænir
Stafrænn samningur um lögheimili barns
Vefur fyrir Útlendingastofnun
Vefur fyrir Sjúkratryggingar Íslands
Reglugerðarvefur
Kveðja starfsfólk,
Stafræns Íslands
Fjármála- og efnahagsráðuneytið fer með stefnumótun stjórnvalda um upplýsingatækni. Á vegum ráðuneytisins er starfrækt verkefnastofa um Stafrænt Ísland sem vinnur að framgangi verkefna þvert á stofnanir ríkis og sveitarfélaga með það að markmið að stórefla stafræna þjónustu.