Fréttabréf janúar 2024
23. janúar 2024
Fréttabréf Stafræns Íslands janúar 2024.
Stafrænt Ísland tilnefnt til alþjóðlegra verðlauna!
Stafrænt Ísland er tilnefnt í flokki sem snýr að opinberri stjórnsýslu og þátttöku borgara e. Government & Citizen Engagement. WSA (World Summit Awards) verðlauna árlega verkefni sem stuðla að stafrænni nýsköpun í þágu samfélagslegra umbóta. Verðlaun eru veitt í átta flokkum en Stafrænt Ísland er tilnefnt í flokki sem snýr að opinberri stjórnsýslu og þátttöku borgara e. Government & Citizen Engagement.
WSA hefur í tvo áratugi verðlaunað verðug verkefni en aðilar í 182 löndum hafa fengið þennan gæðastimpil. WSA var stofnað fyrir tilstilli Sameinuðu þjóðanna árið 2003 og hefur það markmið að bæta aðgengi allra að stafrænum heimi. WSA metur verkefni út frá áhrifum á nærsamfélagið og hvernig þau styðja við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.
Tilnefningin er mikill heiður fyrir starfsfólk Stafræns Íslands, starfsfólk stofnana, samstarfsfyrirtæki og alls Ísland.is samfélagsins. Um 250 manns taka á einn eða annan hátt þátt í þessu viðamikla verkefni og ánægjulegt að tekið sé eftir störfum þeirra á alþjóðlegum vettvangi.
Lesa nánar um WSA
2023 í tölumNotkun á kjarnaþjónustum Ísland.is jókst til muna á árinu í samanburði við árið 2022
Staðan:
Ísland.is: Vefurinn fékk um 18 milljón flettingar sem er aukning um tæplega 8 milljónir milli ára.
25 stofnanir og verkefni hafa flutt vefsíður sínar inn á Ísland.is.
Stafræna pósthólfið: 9 milljónir skjala send á árinu og þar af um 2 milljónir skjala lesin.
Umsóknarkerfi: 31 stofnun nýtir umsóknarkerfið og 165.385 umsóknir fóru í gegnum kerfið á árinu.
Mínar síður: Að meðaltali eru um 200 þúsund innskráningar en stærsti mánuður ársins var nóvember.
Ísland.is appið: Um 140 þúsund hafa sett upp appið og um 30 þúsund nota appið að meðaltali á mánuði.
91% skráð kílómetragjaldið
Þann 20. janúar rann út frestur til að skrá kílómetrastöðu rafmagns-, vetnis- og tengiltvinnbíla. Við lok þeirrar skráningar höfðu 46.610 ökutæki skráð eða um 91% heildarinnar og komu þannig í veg fyrir að fá á sig áætlað kílómetragjald.
Lesa frétt um kílómetraskráningu
Rafbílastyrkur
Fyrsta umsókn um rafbílastyrk fór í gegnum umsóknarkerfi Ísland.is í liðinni viku. Umsóknarferlið var að fullu sjálfvirkt allt frá umsókn til greiðslu.
Uppgjör dánarbúa stafræn
Öll ferli tengd skiptingu dánarbúa eru komin á stafrænt form og eru aðgengileg á Ísland.is
Búsetuleyfi 29%
Einkaskipti 50%
Opinber skipti 7%
Eignalaus bú 14%
Stafrænir sýslumenn
Á árinu 2023 settu Sýslumenn í samstarfi við okkur samtals 46 verkefni í loftið á Ísland.is. Það er tvöföldun frá árinu 2022 þegar 23 verkefni fóru í loftið. Verkefnin eru fjölbreytt eða allt frá birtingu gagna á Ísland.is yfir í umsóknir og svo flóknari verkefni eins og umsókn um vegabréf, P-kort og dánarbú.
Forsetakosningar 2024
Kosning.is er nú að finna á Ísland.is en þar er að finna allar mikilvægar upplýsingar um komandi kosningar. Næstu kosningar fara fram 1.júní en þá kjósa Íslendingar sér forseta.
Nánar um forsetakosningar 2024
Í vinnslu hjá Stafrænu Íslandi:
Eigendaskipti vinnuvéla og tækja
Endurnýjun ökuréttinda
Mínar síður: Fjármál, hreyfingar á tímabilinu
Mínar síður: Greiðsluáætlun Tryggingastofnunar
Mínar síður: Hugverkaréttindin mín
Mínar síður: Námsyfirlit úr INNU
Mínar síður: Starfsleyfi heilbrigðisstarfsfólks
Rafræn erfðafjárskýrsla
Rafræn þinglýsing á kaupsamningum fasteigna
Skírteini: Veiðikortið
Tilkynning um vinnuslys
Umsón um dvalarleyfi
Umsókn um endurnýjun dvalarleyfa ítrun
Umsókn um ellilífeyri
Umsókn um háskóla
Umsókn um ríkisborgararétt ítrun
Umsókn um sannvottun
Upplýsingavefur um háskólanám á Íslandi
Vefur Ríkissaksóknara
Vefur Tryggingastofnunar á Ísland.is
Vefur Vinnueftirlitsins á Ísland.is