Fara beint í efnið
Stafrænt Ísland Forsíða
Stafrænt Ísland Forsíða

Stafrænt Ísland

Fréttabréf febrúar 2022

11. febrúar 2022

Fjöldi nýrra lausna litu dagsins ljós á fyrstu vikum 2022.

Vetrarmynd (mobile)

Umsóknarkerfi Ísland.is

Með nýju umsóknarkerfi Ísland.is geta stofnanir notast við samhæft útlit
umsókna sem bætir notendaupplifun til muna. Hver stofnun aðlagar umsóknina að
þeirri þjónustu sem um ræðir, veitir aðgang að nýju greiðslukerfi Ísland.is og
getur tengt allt beint inn í eigin kerfi með vefþjónustum. Stofnanir geta því
sett allan fókus á úrvinnslu umsóknar með tæknilegan stuðning frá Stafrænu
Íslandi og aðgengismál upp á tíu. Nýja umsóknarkerfið fór í loftið um mitt
síðasta ár en fyrst til að nýta þessa þjónustu voru Sjúkratryggingar með umsókn
um sjúkratryggingu. Hver umsókn felur í sér hagræðingu á tíma starfsfólks
stofnana sem og umsækjenda. Á meðfylgjandi mynd má sjá þá samstarfsaðila sem
þegar hafa hafið innleiðingu á nýju umsóknarkerfi fyrir sín ferli.

Nánari upplýsingar um nýtt umsóknarkerfi á Ísland.is.

umsoknarkerfi notendur

Stafrænt fæðingarorlof

Umsókn um stafrænt fæðingarorlof er á leið í almenna kynningu en er þegar aðgengilegt á Ísland.is. Yfir 300 manns hafa þegar sótt um með nýrri umsókn sem sendir umsókn sjálfkrafa
frá umsækjanda til annars foreldris og þaðan til vinnuveitada. Sumsóknin kallar sömuleiðis eftir upplýsingum um tekjur og fæðingadag með sjálfvirkum hætti gegnum vefþjónustur.

Umsókn um fæðingarorlof


Sakavottorð 2.0

Landsmenn geta nú sótt sér stafrænt sakavottorð á vef sýslumanna. Umsóknarferlið er tengt nýju greiðslukerfi Ísland.is, vottorðið afhent jafnharðan í lokaskrefi umsóknarinnar og sömuleiðis sent sjálfkrafa í stafrænt pósthólf einstaklinga á Mínum síðum Ísland.is. Landsmenn sóttu 13.500 sakavottorð á síðasta ári en þar af voru um 70% sótt stafrænt. 

13.500 sakavottorð með hefðbundnum hætti eru:

  • Um 2.250 vinnustundir hjá starfsfólki sýslumanna

  • Um 189.000 kílómetrar í akstur hjá umsækjendum

  • Um 540.000 mínútur hjá umsækjendum

sajavittird throun

Það má því áætla að væntur sparnaður sé um 150 milljónir á ári að ógleymdum jákvæðu umhverfisáhrifunum sem fylgja minni pappírsnotkun og minni akstri.

Það er því ekki einungis betri þjónusta til landsmanna á sér stað mikil hagræðing af hverju stafrænu ferli. Ljóst er að stafræn umbreyting einfaldar líf fólks til muna, sparar mikinn tíma og skilar jákvæðum umhverfisáhrifum.

Frétt um uppfærð sakavottorð


Stafræn gjafsókn

Stafrænar umsóknir um almenna og lögbundna gjafsókn eru á lokastigi prófana og eru nú aðgengilegar á Ísland.is. Verkefnið var unnið í samstarfi við dómsmálaráðuneytið.

Umsókn um almenna gjafsókn


Apostille - staðfesting skjala

Utanríkisráðuneytið hefur í samstarfi við Stafrænt Ísland komið á fót nýrri þjónustu fyrir
einstaklinga og fyrirtæki sem þurfa staðfestingu áritunar (Apostille vottun) á skjöl. Nú er hægt að sækja um og greiða fyrir Apostille vottun á Ísland.is. Þessi nýja leið bæði einfaldar umsóknarferlið og sparar fyrirhöfn fyrir umsækjendur

Umsókn um Apostille vottun


Úreldir bílar

Á árinu 2021 voru 9.600 úreldir bílar til vinnslu hjá úrvinnslusjóði. Stafræn skil móttökustöðva fóru á fyrta árinu í 41%. Árið fer vel af stað með nýrri innskráningarþjónustu og því hægt að veita fyrirtækjum aðgang að lausninni á árinu.


Stafrænt P-kort

Umsókn um stæðiskort nú aðgengilegt á Ísland.is. Umsóknin sparar um 2.000 ferðir einstaklinga til sýslumanna árlega.

Umsóknin kallar sjálfvirkt eftir: 

  • Læknisvottorði frá Heklu

  • Sækju mynd í ökuskírteinaskrá RLS

  • Bjóðum notanda að senda inn nýja mynd

  • Skilum ölum gögnum í nýtt viðmót starfsmanna í Sýslu

  • Sýslumaður prentar út kortið og sendir í pósti


Meðal verkefna í vinnslu:

  • Rafræn þinglýsing kröfuhafabreytinga – í framleiðslu

  • App fyrir Ísland.is - BETA prófanir

  • Tilkynning um slys til Sjúkratrygginga – Í framleiðslu

  • Innskráning á BETA Mínar síður fyrir fyrirtæki

  • Innskráning á BETA Mínar síður fyrir börn

  • Umboðskerfi fyrir stofnanir

  • Tengingar stofnana við Strauminn (X-Road)

  • Umsókn um vegabréf - í vinnslu