Fara beint í efnið
Stafrænt Ísland Forsíða
Stafrænt Ísland Forsíða

Stafrænt Ísland

Fréttabréf desember 2023

22. desember 2023

Fréttabréf Stafræns Íslands desember 2023

Jólateikning landscape

Hundruð skráninga á kílómetrastöðu

Um áramót verður innleitt kílómetragjald fyrir notkun rafmagns-, vetnis- og tengiltvinnbíla. Eigendur slíkra ökutækja geta nú skráð kílómetrastöðu á Mínum síðum Ísland.is og í Ísland.is appinu. Opnað var fyrir skráningu þann 18.desember 2023 og strax á fyrstu dögunum hafa um 400 eigendur skráð kílómetrastöðu ökutækja sinna. Þá hefur endurgjöf notenda á skráningaferlinu verið jákvæð og uppbyggileg, og þegar skilað sér í endurbótum á ferlinu. 

Leiðbeiningar um skráningu kílómetragjalds


Viltu hafa áhrif á stafræna þróun Íslands?  

Stafrænt Ísland hefur auglýst tvær stöður lausar til umsóknar. Það eru stöður vörustjóra ásamt verkefna- og gæðastjóra. Nánari upplýsingar um störfin er að finna á Starfatorgi. 

Lesa nánar um störfin á Starfatorgi


Rúmlega 17 þúsund umsóknir í nóvember 

17.379 manns sem kláruðu sín erindi með umsóknarkerfi Ísland.is í Nóvember. þar af tengdust um 2500 #FyrirGrindavík en búast má við að þær verði enn fleiri nú í desember. 


Heilsuvera innleiðir innskráningarþjónustu Ísland.is 

Gríðarstór notandi bættist í hóp innskráningarþjónustu Ísland.is í byrjun desember þegar Heilsuvera bættist í hópinn. Að meðaltali eru um 10.500 sem skrá sig inn á Heilsuveru daglega. 


Fjöldi umsókna HMS á Ísland.is

Starfsfólk Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar hefur unnið hörðum höndum að koma fjölda umsókna á stafrænt form. Hluta þeirra er að finna hér neðar en allar á vef Húsnæðis og mannvirkjastofnunar á Ísland.is.


Frestun á lokun eldri Minna síðna Ísland.is

Fyrirhuguð lokun á eldri Mínum síðum þann 2. janúar næstkomandi hefur verið frestað fram á seinni hluta ársins 2024.


Vínbúðir skannar stafræn ökuskírteini 

Vínbúðirnar hafa tengt sig við skanna Ísland.is appsins og geta því skannað gildi stafrænna ökuskírteina. Skanninn er tengdur við kassakerfið og því einfalt fyrir allt starfsfólk að nota. 


Meðal verkefna Stafræns Íslands

  • Ákvörðun um skipti dánarbús

  • Eigendaskipti vinnuvéla og tækja

  • Endurnýjun ökuréttinda

  • Mínar síður: Fjármál, hreyfingar á tímabilinu

  • Mínar síður: Greiðsluáætlun Tryggingastofnunar

  • Mínar síður: Hugverkaréttindin mín

  • Mínar síður: Námsyfirlit úr INNU

  • Mínar síður: Starfsleyfi heilbrigðisstarfsfólks

  • Rafræn erfðafjárskýrsla

  • Rafræn þinglýsing á kaupsamningum fasteigna

  • Skírteini: Veiðikortið

  • Tilkynning um vinnuslys

  • Umsón um dvalarleyfi

  • Umsókn um endurnýjun dvalarleyfa ítrun

  • Umsókn um ellilífeyri

  • Umsókn um háskóla

  • Umsókn um ríkisborgararétt ítrun

  • Umsókn um sannvottun

  • Upplýsingavefur um háskólanám á Íslandi

  • Vefur Hljóðbókasafn

  • Vefur Ríkissaksóknara

  • Vefur Tryggingastofnunar á Ísland.is

  • Vefur Vinnueftirlitsins á Ísland.is