Frestun á lokun eldri Minna síðna Ísland.is
15. desember 2023
Fyrirhuguð lokun á eldri Mínum síðum þann 2. janúar næstkomandi hefur verið frestað fram á seinni hluta ársins 2024.
Þetta er gert til að tryggja aðgengi allra hópa að gögnum í Stafræna pósthólfinu sínu og þá sérstaklega með þau í huga sem ekki eiga þess kost að nýta rafræn skilríki. Unnið er að lausn á aðgengi allra sem vilja að stafrænni þjónustu í samræmi við stafræna stefnu hins opinbera. Sömuleiðis verður horft til niðurstaðna starfshóps um þróun á lausnum á rafrænu aðgengi fyrir fatlað fólk í framhaldi af viljayfirlýsingu ráðherra fyrr á árinu. Von er á niðurstöðum á fyrstu mánuðum næsta árs.
Notendur á eldri Mínum síðum sem eru með rafræn skilríki eru hvött til þess að kynna sér nýjar Mínar síður Ísland.is og þá auknu þjónustu sem þar er að finna.
Eldri frétt um lokun á Ísland.is
Frétt um innleiðingaráætlun Stafræna pósthólfsins
Frétt um ávinning af Stafræna pósthólfinu í fréttabréfi Stafræns Íslands