Eldri Mínar síður Ísland.is loka 2.janúar 2024
16. nóvember 2023
Frá og með lokun verður Stafræna pósthólfið einungis aðgengilegt á nýjum Mínum síðum Ísland.is og í Ísland.is appinu.
Útleiðing á eldri Mínum síðum hefur staðið yfir í á annað ár og eina sem eftir stendur er Stafræna pósthólfið. Frá og með lokun verður Stafræna pósthólfið einungis aðgengilegt á nýjum Mínum síðum Ísland.is og í Ísland.is appinu.
Á Ísland.is er að finna endurbættar Mínar síður, en þær endurbætur eru unnar út frá óskum notenda og til að styrkja öryggi og aðgengi. Þar er nú hægt að fletta upp ýmsum upplýsingum á borð við fjölskyldu, eignir og fjárhagsstöðu við hið opinbera, ganga frá greiðsludreifingu, fletta upp ýmsum réttindum á borð við örorku ásamt því að skoða persónuleg gögn sem fólki berst í Stafræna pósthólfið. Gagnlegir hlutir á borð við vegabréfsupplýsingar, er sömuleiðis að finna á Mínum síðum Ísland.is. Á Mínum síðum getur þú gefið öðrum aðgang að þínum gögnum. Forráðamenn hafa aðgang að upplýsingum barna sinna sem og persónulegir talsmenn að gögnum skjólstæðinga sinna. Þá geta einstaklingar og fyrirtæki veitt þriðja aðila aðgang að völdum upplýsingum.
Mínar síður sem og Ísland.is appið eru í sífelldri þróun með þarfir notenda að leiðarljósi.