Ekur þú á rafmagni?
19. desember 2023
Opnað hefur verið fyrir skráningu á kílómetrastöðu á Mínum síðum Ísland.is og í Ísland.is appinu.
Frá áramótum þarf að greiða kílómetragjald af akstri rafmagnsbíla, vetnisbíla og tengiltvinnbíla en er það hluti af stærra verkefni sem snýr að fjármögnun vegakerfisins á Íslandi. Einka- og sendibílar sem ganga fyrir rafmagni að öllu leiti eða hluta munu greiða kílómetragjald en fyrsti gjalddagi verður mánaðarmótin janúar/febrúar. Fyrir þann tíma eru eigendur hvattir til að skrá kílómetrastöðu síns ökutækis til að áætlun verði sem næst raun akstri ökutækis. Skráning fer fram á Mínum síðum Ísland.is og í Ísland.is appinu en ekki á báðum stöðum fyrir sama mánuð þannig að það þarf að velja hvoru megin skráning fer fram.
Upplýsingasíða um skráningu kílómetragjalds á Ísland.is.
Frétt um samþykki frumvarps um kílómetragjald á vef Stjórnarráðs Íslands.
Nánari upplýsingar um það verkefni má lesa á vefsíðu Vegir okkar allra.