Fara beint í efnið
Stafrænt Ísland Forsíða
Stafrænt Ísland Forsíða

Stafrænt Ísland

Clare Martorana CIO Bandaríkjaforseta á Tengjum ríkið

21. september 2023

Stafræn framþróun Norðurlandanna, Eystrarsaltsríkjanna og Bandaríkjanna er umræðuefnið á Tengjum ríkið 2023. 

Tengjum-rikid-vefbordar Mailchimp-1200x842

Ráðstefnan Tengjum ríkið sem Stafrænt Ísland heldur árlega fer fram í Hörpu föstudaginn 22. september. Yfirskrift ráðstefnunnar í ár er Stafrænt samfélag en hún skiptist í undirflokkana Stafræn forysta, Stafrænt Ísland og Stafrænt öryggi.  

Ráðstefnan í ár er haldin í tengslum við fund Norrænu ráðherranefndarinnar um stafræna þróun, þar sem Ísland fer með formennsku.  

Dagskrá ráðstefnunnar hefst 12.30 í Hörpu en skiptist upp í ofangreind meginefni eftir kaffihlé. Ráðstefnan fer fram bæði í Hörpu og í streymi. 

Í Silfurbergi koma ráðherrar Norðurlandanna og Eystrarsaltsríkjanna saman og ræða stafrænt samstarf og forystu svæðisins. Sérstakur gestur verður Clare Martorana en hún stýrir upplýsingatæknimálum Bandaríkjaforseta. Eftir kaffihlé flytja fulltrúar þjóða Norðurlandaráðs erindi um stafræn forgangsmál næstu ára ásamt því að deila sögum af árangursríkum verkefnum. 
 
Fundarstjóri í Silfurbergi verður Anne Marie Engtoft Larsen, danskur sendiherra tæknimála. Dagskrá í Silfurbergi fer fram á ensku. 

Í Kaldalóni verða kjarnaþjónustur Stafræns Íslands og þróun þeirra umfjöllunarefnið að loknu kaffihléi. Þar verður farið yfir hvað er í boði fyrir stofnanir, praktísk atriði um innleiðingu og virkni. 

Gunnlaugur Helgason fjölmiðlamaður stýrir dagskránni í Kaldalóni. 

Dagskrá í Kaldalóni fer fram á íslensku. 

Í lok dags verður nokkrum stofnunum veitt viðurkenning fyrir þau Stafrænu skref sem þær hafa tekið í samstarfi við Stafrænt Ísland. 

Nánari upplýsingar um Tengjum ríkið 

Kaupa miða á Tengjum ríkið