Alþingiskosningar 2021
5. ágúst 2021
Nú geta kjósendur mælt með sínum framboðslista á rafrænan hátt á Ísland.is.
Alþingiskosningar verða haldnar laugardaginn 25. september 2021.
Kosningar eru ekki komnar á rafrænt form en kjósendur geta lýst yfir stuðningi við framboðslista í sínu kjördæmi.
Þá geta kjósendur einnig stutt við umsókn um úthlutun listabókstafs til framboðslista.
Nánar um meðmæli með framboðslista og listabókstaf
Rafræn söfnun meðmæla er nýr valkostur fyrir stjórnmálasamtök en jafnframt verður áfram unnt að safna meðmælum á pappír eins og venjan hefur verið hingað til. Með rafrænni söfnun meðmæla er aðgangur að meðmælasöfnun einfaldaður og söfnunin gerð aðgengilegri bæði fyrir meðmælendur og stjórnmálasamtök.
Þau sem vilja mæla með framboðslista fyrir komandi alþingiskosningar eða umsókn um listabókstaf stjórnmálasamtaka fara inn á hlekkinn „Mæla með framboðslista“ á forsíðu Ísland.is, fylgja þar leiðbeiningum og auðkenna sig rafrænt innr á Mínum síðum á Ísland.is með rafrænum skilríkjum
Þau meðmæli sem kjósandi gefur má alltaf nálgast aftur á Mínum Síðum á Ísland.is undir Mínar upplýsingar.