Sveitarfélagið Árborg varð formlega aðili að Heilsueflandi samfélagi (HSAM) mánudaginn 20. maí sl. þegar Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri og Alma D. Möller landlæknir undirrituðu samning þess efnis. Árborg er 24. sveitarfélagið sem gerist Heilsueflandi samfélag og búa nú um 86,3% landsmanna í slíku samfélagi.