Álit landlæknis varðandi liðskiptaaðgerðir og biðlistaátak
23. maí 2019
Heilbrigðisráðherra fól landlækni að leita skýringa á því hversvegna svonefnt biðlistaátak 2016-2018 hefur ekki skilað sér í meiri styttingu biðtíma eftir liðskiptaaðgerðum en raun ber vitni. Landlæknir hefur nú skilað ráðherra minnisblaði þar að lútandi ásamt nýrri greiningu á stöðu biðlista.
Heilbrigðisráðherra fól landlækni að leita skýringa á því hversvegna svonefnt biðlistaátak 2016-2018 hefur ekki skilað sér í meiri styttingu biðtíma eftir liðskiptaaðgerðum en raun ber vitni. Landlæknir hefur nú skilað ráðherra minnisblaði þar að lútandi ásamt nýrri greiningu á stöðu biðlista.
Niðurstaðan er að að biðtími sjúklings á biðlista eftir liðskiptaaðgerð hefur vissulega styst á átakstímabilinu en er enn langt umfram viðmið.
Skýringin er sú að eftirspurn eftir liðskiptaaðgerðum hefur vaxið hraðar en reiknað var með og fleiri hafa komið inn á biðlista heldur en forsendur gerðu ráð fyrir þegar átakið hófst. Tíðni aðgerða per 100.000 íbúa hefur vaxið töluvert á tímabilinu.
Heilbrigðisráðherra boðar fréttamenn til fundar í heilbrigðisráðuneytinu í dag, þann 23. maí kl. 10:15 þar sem úttektin verður kynnt.
Á fundinum kynnir Alma D. Möller landlæknir meginniðurstöður greiningarinnar og að því loknu ræðir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra fyrstu viðbrögð við úttektinni.
Á fundinum verða einnig forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og framkvæmdastjóri skurðlækningasviðs Landspítalans.
Nánari upplýsingar:
Alma D. Möller, landlæknir
sími 510 1900
netfang: mottaka@landlaeknir.is